Stúdentablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 31
Svarað af Vísindavefnum
Hvað heita íslensku
jólasveinarnir?
\W
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (1862) koma fyrst fyrir nöfn jólasveinanna 13 sem nú er
þekktastir. Ekki fór miklum sögum af þeim fyrr en Jóhannes úr Kötlum samdi kvæði um þá
sveina „...sem brugðu sér hér forðum á bæina heim" og Tryggvi Magnússon myndskreytti árið
1932. Um sama leyti fóru þeir að koma fram í jólabarnatíma útvarpsins. í vísum Jóhannesar
er jólasveinum lýst sem undarlegum og jafnvel hættulegum hrekkjalómum. Með árunum urðu
þeir samt sífellt elskulegri og svo fór að þeir fóru að gefa börnum í skó í glugga. Þessi siður
barst með sjómönnum sem sigldu á Norðursjávarhafnir fyrir 1930, en varð ekki almennurfyrr
en um 1960 og þá í mjög afbakaðri mynd frá hinni upprunalegu. Smám saman tókst með
aðstoð Þjóðminjasafnsins og útvarpsins að koma nokkurri reglu á þennan sið.
VÍSINDAVEFURINN
Bjúgnakræki má búast við
20. desember. Honum þótti
best að éta bjúgu og pylsur og
stal þeim hvar sem hann komst
í færi.
Til eru heimildir um allt að 80 nöfn ýmissa jólasveina
og -meyja (sjá Sögu daganna, 1993, bls. 344). f
Þjóðsögum Jóns Árnasonar (1958) eru meðal annars
þessi nöfn nefnd:
Tífall og Tútur,
Baggi og Hnútur,
Rauður og Redda,
Steingrímur og Sledda,
sjálfur Bjálfinn og Bjálfans barnið,
Bitahængir, Froðusleikir,
Gluggagægir og Syrjusleikir.
Jólasveinarnir eru af tröllakyni
og foreldrar þeirra eru Grýla
og Leppalúði. Leppalúði sést
hér halda á jólakettinum. Grýla
var sögð éta óþekk börn, og
jólakötturinn átti að hremma
börn sem ekki fengu nýja flík
fyrir jólin. Enn er sagt að fólk
fái ný jólaföt svo það fari ekki í
jólaköttinn.
12. desember byrja gömlu
jólasveinarnir að koma
til byggða. Sá fyrsti heitir
Stekkjarstaur og hér áður fyrr
reyndi hann oft að sjúga ærnar I
fjárhúsum bænda.
13. desember kemur Giljagaur.
Áður en mjaltavélar komu til
sögu var hann vanur að laumast
inn í fjós og stela froðu ofan af
mjólkurfötum.
Jólasveinninn sem kemur til
byggða 14. desember heitir
Stúfur og er heldur lágur til
hnésins. Hann var líka kallaður
Pönnuskefill, því hann reyndi
að hnupla matarögnum af
steikarpönnunni.
STÚDENTABLAÐIÐ
15. desember kemur Þvörusleikir
ofan af fjöllum. Hann stalst til
þess að sleikja þvöruna, sem
potturinn var skafinn með.
21. desember kemur hann
Gluggagægir í heimsókn. Hann
var ekki eins matgráðugur og
sumir bræður hans, en skelfing
forvitinn að gægjast á glugga og
jafnvel að stela leikföngum sem
honum leist vel á.
16. desember má búast við
Pottasleiki í heimsókn, einnig
kallaður Pottaskefill. Hann sat
um að komast I matarpotta,
sem ekki var búið að þvo, til að
sleikja innan úr þeim skófirnar.
Askasleikir kemur
17. desember. Hann faldi sig
undir rúmi og ef fólk setti ask á
gólfið þá greip hann askinn og
sleikti allt innan úr honum.
Hurðaskellir kemur til húsa
18. desember. Hann gengur
skelfing harkalega um og skellir
hurðum svo fólk hefur varla
svefnfrið.
19. desember er von á jólasveini
sem heitir Skyrgámur eða
Skyrjarmur. Honum þótti skyr
svo gott að hann stalst inn í
búrið og hámaði í sig skyrið upp
úr keraldi.
«þegar verið er að baka fyrir jólin.
Af og til hefur hann líka reynt að
hnupla einni og einni köku. Þess
stundum kallaður hlakkandi því
þá voru þörnin farin að hlakka
svo mikið til jólanna.
Á Þorláksmessu, 23. desember,
kemur Ketkrókur, sem er svo
sólginn ( ket. I gamla daga rak
hann langan krókstaf niður um
eldhússtrompinn og krækti sér í
hangiketslæri sem héngu uppi í
rjáfrinu eða hangiketsbita upp úr
pottinum, en þá var hangiketið
soðið á Þorláksmessu.
Kertasníkir kemur á aðfangadag,
24. desember. ( eldgamla daga
voru kertin skærustu Ijós sem
fólk gat fengið. En þau voru svo
sjaldgæf og dýrmæt að mesta
gleði barnanna á jólunum var að
fá sitt eigið kerti. Og aumingja
Kertasníki langaði líka að eignast
kerti. Stundum át hann kertin
því þau voru úr tólg og hét þá
Kertasleikir.
Myndirnar og textinn við þær (lítillega breyttur) eru
birt með góðfúslegu leyfi Þjóðminjasafns íslands.
Svarið er birt með góðfúslegu leyfir ritstjórnar
Vísindavefsins.