Búnaðarrit - 01.06.1918, Blaðsíða 5
BÚNAÐARRIT
181
dæma, þó raka verði vart með litilli hitun. Þess ber og
að gæta að gluggar eru einfaldir, en svo er og í flest-
um hinum húsum.
Nr. 2. Bygt 1911. Steypublanda 1 : 5 : 7. Útveggir
ll'' þykkir, sléttaðir að utan og kalklitaðir, en jarðbik-
aðir að innan. Næst veggjum er 4" þykt torftróð, innan
þess pappi og inst 8/4" þiljur. Loft yfir kjallara er ein-
falt nema næst inngangi og þar moðtróð. Yfir íbúðar-
herbergjum er tvöfalt ioft með moðtróði og pappalagi
undir tróðinu. í kjallara er eldhús með eldstó og ofnar í
2 stofum uppi. Aðeins lagt í í mestu frostum. Eldsneyti
mór og sauðatað. Heimilismenn 12—16.
Svar: Væru ailir í einu herbergi, eins og í torfbæum,
væri nægur hiti án upphitunar, en fyrir skiftingu á
fólkinu mun hitinn ekki yfir 10° í frostum. Hvergi frýs
í íbúðarherbergjum, ekki einusinni í gluggum.
Raka verður aðeins vart undir rínnum í suður og
vesturhorni hússins um kuldatímann, svo listar við gólf
eru þar farnir að fúna. Hvergi annarsstaðar raka vottur.
Þó hús þetta hafi yfirleitt reynst vel, ber rakinn þess
vott að hlýindin mega ekki tæpar standa.
Nr. 3. Bygt 1912. Steypublanda 1:5:7. IJtveggir
9"1 *)) Þykkir, sléttaðir að utan og borið á þá sements-
vatn. Ekki jarðbikaðir að innan. Innan steypuveggjanna
er þakpappi, þá mosatróð 51/2" á jþyht, innst 3/4" þiljur.
Gólf yfir kjallara er einfalt, en tvöfalt með tróði yfir
ibúðarherbergjum. Eldhús er í kjallara og ofn í bað-
stofu, sem venjulega er lagt í, ef frost er 6°eða meira.
Eldsneyti: sauðatað. Heimilismenn að vetrinum 11.
Svar: Ibúðarlierbergin eru fremur Jcöld í samanburði
við góða baðsstofu. Aldrei hefir þó frosið í húsinu. Baki
er allstaðar í því ef frost er, en mismunandi mikill. í
baðstofu er altaf dálítill slagi við útveggi á vetrum,
1) Gamla álnatalinu er haldið í flcBtum svörunum og hefir
ekki þótt taka að breyta því. Veggjaþyktin er miðuð við veggi
ofan kjallara.
*9