Búnaðarrit - 01.06.1918, Blaðsíða 25
BÚNAÐAURIT
151
Taða Flæði- Flæði- Vothey
engja- eng.ja-
hey nr. 1 hey nr. 2
Vatn 16,90°/o 17,95°/o 19,07°/o 40,28°/o
Þurefni : 83,10— 82,05— 80,93— 59,72—
Aska i þurefninu 12,35 — 9,80— 9,00— 12,09 —
Trjátrefjar (Sellulosa) — . 29,60— 30,15— 29,65— 28,55—
Feiti (Eter-extrakt) — . . 3,78— 2,90— 2,18— 4,02—
Amidcfni — 3,40— 3,20- 3,32— 2,75—
Eggjahvítuefni — 14,25— 10,24— 10,80— 13,10—
Köfnunarefnislaus efni, þar
í talin kolvetni 36,62— 43,71 — 45,05— 39,49—
Flæðiengjahey það, sem talið er nr. 1, var tekið úr
tfjóshlöðunni; en hitt úr heystakk þeim, er áður er
getið um, og var hvorttveggja notað við tilraunirnar.
Samkvæmt því hefði átt að vera 1,15 —1,17 kg. þur-
efni í töðueiningu í þurra heyinu, en 1,97 kg. af vot-
heyinu. En vegna þess að votheyið hafði þornað í flutn-
ingnum, reyndist þurefnið sýnilega of mikið við rann-
sóknirnar, og með því að ekki var hægt að ákveða
sykur né meltanleik efnanna vegna efnavöntunar á efna-
rannsóknarstofunni — t. d. vantaði pepsin o. fl. — verða
þessar rannsóknir ekki lagðar til grundvallar við eftir-
farandi útreikninga, heldur stuðst við ofangreind meðaltöl.
Undirbúningur tilraunanna byrjaði 19. febrúar. Þá
var byrjað að vega fóðrið handa 8 kúm eins og þær
höfðu verið fóðraðar að undanförnu, til þess að geta
haft reynsluna til samanburðar, þegar farið yrði að
reikna út fóður hverrar kýr. Auk þess var mjólkin vegin
og var því hagað þannig, að hvort um sig, mjólk og
fóður, var vegið annanhvern dag, fóðrið annan daginn,
en mjólkin hinn daginn, en þann daginn, sem mjólkin
var vegin, var reynt að áætla fóðrið sein nákvæmast.
Var þessu fyrirkomulagi haldið alt tilraunaskeiðið, því
að ekki var hægt að vega alt á hverjum degi, bæði
mjólk og fóðrið í tvennu lagi handa svo mörgum kúm.