Búnaðarrit - 01.06.1918, Blaðsíða 73
BÚNAÐAERIT
199
þremur bæjum á Skagaströnd í Húnavatnssýslu, fjórum
bæjum í Mýrasýslu, Hvítárholti í Árnessýslu o. s. frv.
Loks leiðbeindi eg með girðingu á Stóru-Fellsöxl í
Borgarfirði, mældi fyrir sjógarði á Stokkseyri, fyrir
íragerðislandi, sagði fyrir um framræslu á vatni í landi
Lágafells í Austur-Landeyjum o. s. frv.
Um athugun á Meðallands-áveitunni og endurbætur
hennar hefi eg skrifað skýrslu til Búnaðarfélagsins, dags.
30. okt. f. á., og sent oddvita hreppsnefndarinnar í
Meðallandinu afrit af henni.
Sýningar. Eins og áður er getið, var eg á tveimur
hrossa-héraðssýningum nyrðra. Önnur þeirra var haldin
að Garði í Hegranesi 16. júní fyrir Skagafjarðarsýslu,
en hin var á Sveinsstöðum 21. s. m. fyrir Húnavatns-
sýslur.
Á sýningunni í Garði voru sýndir 14 hestar, 4 vetra
og eldri, 4 folar 3 vetra og 30 hryssur. Fyrir 5 hesta
voru veitt þar 2. verðlaun og 3. verðlaun fyrir 4. Af
3 vetra folunum fengu 2 2. verðl. Fyrir 16 hryssur
voru veitt 2. og 3. verðl.
í dómnefnd með mér voru þeir Albert bóndi Iirist-
jánsson á Páfastöðum og Einar búfr. Jósefsson á
Vatnsleysu.
Á sýningunni á Sveinsstöðum voru sýndir 14 hestar,
4 vetra og eidri, 10 folar 3 vetra og 18 hryssur. Veitt
voru 2. verðl. fyrir 5 hesta og 3. verðlaun fyrir aðra 5.
Þrír folar 3 vetra fengu 2 verðl. og aðrir 3 fengu 3.
verðl.
í dómnefnd með mér á þessari sýningu voru þeir
Asgeir bóndi Jónsson i Gottorp og Magmis bóndi Jöns-
son á Sveinsstöðum.
Um sýningar þessar vísast að öðru leyti til ritgerðar
minnar í Búnaðarritinu um hestarækt.
Á stórgripasýningunni, sem haldin var fyrir Hóla-
hrepp og Viðvíkursveit, gat eg ekki verið, eins og áður
er sagt. Sigurður skólastjóri á Hólum veitti henni for-