Búnaðarrit - 01.06.1918, Blaðsíða 48
BÚNAÐAKRIT
Vísindin og reynslan.
í fyrsta hefti Búnaðarritsins þ. á. er grein, eftir Jón
Gauta Pjetursson, með þessari fyrirsögn.
Aðalefui hennar er að sýna, að notaqildi síldar-, maís-
og rúgmjöls, sé annað, samanborið við t.öðu, en eg hefi
sagt í grein minni „Fóðureiningar" í Búnaðarritinu 1916.
Forseti Búnaðarfélagsins hefir látið eftirmála fylgja
greininni, og þar bent á eitt milálsvert atriði, er styður
að því að gera þennan mun á „vísindum og reynslu",
er hr. J. G. P. talar um i grein sinni. Um það skal eg
því ekki ræða hér, en geta þess eins, að eg er fyllilega
samdóma því, sem forseti segir, um nauðsyn þess að
næringarefnaflokkarnir í fóðrinu séu í réttum hlutföll-
um. En eg er viss um að það er fleira, sem orsakar
þennan mun, sem hr. J. G. P. talar um, og fyrst grein
mín „Fóðureiningar" vaið til þess að leiða hann í ljós,
er mér skilt að benda á nokkur atriði, sem að mínu
áliti geta stutt að því, að fóðrið við tilraunirnar í Síðu-
múla virtist hafa meira gildi móts við hey, en töðuein-
ingareilcningur minn í Búnaðarritinu gerir ráð fyrir.
1. Margt virðist benda á það, að meltingarfœrin í hii-
fé olclcar séu hraustan eða sterlcari en í erlendum hú-
fjárhynjum. Sérstaklega er margt sem bendir á, að
hestarnir okkar og sauðféð hafi óvenjulega sterk melt-
ingarfæri. Hvað kýr snertir, er trúlegt að munurinn sé
minni, en þó líklega líka einhver, og eins er líklegt að
hin ólíku afbrigði innan sauðfjárins okkar séu misjöfn
hvað þetta snertir.