Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 8
B U N A í) A I! U 1 T
2
stoðirnar, sem stutt hafa áveitustefnuna, eru fátækt og
fáfræði. Sterk öfl, en ekki ósigrandi, sem betur fer, og
það er einmitt af því að það eru þessi öfl, sem eru
meginstyrkur stefnunnar, að hún var .og er dauðadæmd.
Túnræktarstefnan þarfnast meiri jarðræktarþekkingar
og meiri framkvæmdagetu, til þess að ná þrifurn og
dafna. Meðan þetta hvorttveggja var af skornum skammti,
átti hún örðugt uppdráttar og drógst lengi með úreltar
og óhagkvæmar starfsaðferðir. Eymir eftir af því og mun
gera enn um hríð.
Löngum hefir túnræktin átt góða formælendur meðal
merkustu manna þjóðarinnar. Vmsir þeirra hafa séð,
mismunandi ljóst þó, að túnræktin væri hollasti og bezti
grundvöllur landbúnaðarins, og framfarir í þeirri grein
þjóðinni fyrir mestu. Litlu fengu þeir þó oft áorkað
þessir glöggsýnu menn. Var það að vonum, þvt þeir
voru gjarnast á undan samtíð sinni og þá skorti oftast
aðstöðu til þess að knýja fram verulegar umbætur.
Margþættur misskilningur og tómlæti olli því, hve langt
leið, unz loks dróg til þeirra straumhvarfa, er von-
andi valda úrslitum, og markast annarsvegar af túnræktar-
iðju síðustu ára, sérstaklega sáðsléttunum, og hinsvegar
af Flóaáveitunni, þessu síðasta og stærsta frumhlaupi
áveitu-oftrúarinnar, sem vafalaust verður um leið koll-
hlaup áveitustefnunnar, og dregur til þess, að hún, innan
mjög langs tíma, hverfi að mestu úr sögunni sem sjálf-
stæð ræktunarstefna. Sem betur fer, vil ég segja, var
það orðið fyrirsjáanlegt að svo mundi fara, þegar byrjað
var á Fióaáveitunni. Hefi ég aldrei farið dult með þá
skoðun mína.
Mér finnst það ekki svo undarlegt, þótt löggjafar-
þingið flaskaði á því, að samþykkja að ráðast í Flóa-
áveituna. Ekki er það heldur neitt sérlega merkilegt að
verkfræðingar skyldu verða til þess að styðja framkvæmd
málsins, og að þeir rákust á »óbilgjarnar klappir* áður
en lauk. — En það er allt í senn: merkilegt, slysalegt