Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 9
og lítt skiljanlegt, að oss á því herrans ári 1922, þegar
byrjað var á Flóaáveitunni, skyldi ekki ennþá hafa
auðnast að eignast svo sannmenntaða, víðsýna og ein-
arða fagmenn og forgöngumenn á sviði jarðræktar-
innar, að þeir sæju og segðu frá, að fyrirtækið væri
óréttmætt. Þeirra var, ef til hefðu verið, að beita mætti
raka og áhrifa til hins ítrasta, svo málið næði ekki fram
að ganga. »Oss vantar menn, oss vantar menn* sannað-
ist þá, eins og oftar. Hinar fáu raddir, sem mæltu mót
Flóaáveitunni, áttu áhrifa- og aðstöðulitlir menn, sem
höfðu sig lítt frammi og engu fengu umþokað.
Andstöðuleysi áhrifaríkra manna gegn þessu frum-
hlaupi verður að teljast afar slysalegt, því ekki verður
á móti því mælt, að öflin, sem nú eru að bera tún-
ræktarstefnuna fram til endanlegs sigurs, voru orðin svo
rík og áberandi 1922, að heita mátti að komið væri að
kollhríðinni og að túnræktin yrði viðurkennd sem sjálf-
sögð aðalstefna í jarðræktarmálum þjóðarinnar. Var það
sízt fyr en ætla mátti, eftir öllum aðdraganda málsins.
Nær hálf önnur öld var liðin síðan Björn Halldórsson
í »Atla« sínum (1780) lét Bónda halda því fast að Atla
frumbýling, að hann eigi ekki að heyja nema tóma töðu,
þegar lokið sé frumbýlingsárunurn. Bóndi segir:
»Allri þeirri fyrirhöfn, sem þú eyðir til að útvega
þér dauft og kjarnalítið mýrarhey, brok, fyrnung og
þessslags, máttu verja til þess* að bæta heimatún
þitt og líka til að stækka það, —«
Björn Halldórsson markar stefnuna svo skýrt og rök-
rétt, að betur hefir ekki verið gert af búnaðarfrömuðum
vorra tíma, þótt ólík sé aðstaðan.
Þótt stefna B. H. væri rétt, skorti á þeim tímum
margt til þess að framkvæma hana. Frumbýlingsárin
urðu mörg og löng. »Atli« er ennþá ekki laus við »brok,
fyrnung og þessslags* og tekinn að heyja „tóma
töðu