Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 12
6 BÚNABARRIT
ræktunarstefnu, en sennilega hefir þó leiguliðabúskapur-
inn á skólajörðunum valdið þar mesiu um.
Einstakir áhugamenn urðu því fyrri til en bænda-
skólarnir, að ryðja sáðsléttunum leið út um sveitir lands-
ins, þegar straumhvörfiri í ræktunavmálunum byrja eftir
1920. Sunnanlands verða sáðsléftur Þorleifs heitins Guð-
mundssonar á Vífilstöðum og Magnúsar Þorlákssonar á
Blikastöðum glæsilegast fordæmi, og norðanlands sáð-
sléttur Helga Kristjánssonar í Leirhöfn á Sléttu. 1920—22
byrja þessir menn allir að nota sáðsléttun fullum fetum,
með ágætum árangri og í allstórum stíl. Nú eru bænda-
skólarnir teknir að veita málinu forystu með því að
kerma sáðsléttun sem aðalatriði við verklegu kennsluna.
Fordæmunum fjölgar og trúin vex.
Flestum, sem telja túnræktina aðalframtíðarstefnu ís-
lenzkrar jarðræktar, og hrýs hugur við áveitufarganinu,
blandast ekki hugur um það, að sáðsléttan eigi að notast
mest af fúnræktaraðferðunum sem uppi eru, þaksléttu,
græðisléttu og sáðsléttu. Þeim finnst biðin orðin löng
eftir sigri sáðsléttunnar. Hve mjög hefir gengið í þófi
um málefni jarðræktarinnar, og lítið gætt hagkvæmra
rannsókna, sést bezt á því, að það er ekki fyr en þrjú
síðustu árin, að það hefir raunverulega verið tekið til
rannsóknar, hver væri bezt og arðvænlegust af þessum
þremur ræktunaraðferðum t). Enginn rökstuddur úrskurð-
ur um það atriði fyrirfinnst enn þá í búnaðaibókmennt-
um vorum. Margt hefir því skeikað óþarflega mikið að
sköpuðu og orðið til þess, að seint var hafist handa
með hina beztu ræktun, sáðsléttuna.
Enn þá er margt óunnið, mörgum er sáðsléttan enn
þá ókunn að öðru en sögusögn, og víða horfir margt
til bóta bæði um hana og hinar aðferðirnar, sem enn
þá eru um hönd hafðar við túnræktina. Er það ekki
1) Skýrsla um þessar tilraunir er væntanleg í Arsriti Rælttunar-
félags Norðurlands 1930.