Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 15
B U N A U A R R 1 T
9
þess vegna er ennþá meira áríðandi að þátttakan auk-
ist og nái til allra.
Þótt það séu óneitanlega laglegir blettir, sem sléttaðir
hafa verið og ræktaðir eftir 1920, er ekki hægt að segja
að það sé neitt aðdáanlega mikið, ef litið er á meðaltal
áranna 1921 —1928. Það eru tvö síðustu árin, sem bera
af, en meðaltalið er ekki nema um fjórðungi meira en
t. d. 1911, þegar mest var sléttað með ofanristu aðferð-
inni. Aðstöðumunurinn er þó mikill. Annarsvegar léleg
verkfæri, seinleg aðferð og lítill jarðabótastyrkur, og
hinsvegar góð verkfæri og vinnsluvélar, bættar og hrað-
virkari aðferðir og stórum aukinn styrkur til túnbóta.
En hér kemur fleira til greina. Jarðabæturnar eru nú
orðnar fjölskrúðugri og meira um framkvæmdir yfirleitt.
Það mundi maður nú kjósa að öllu því erfiði og allri þeirri
elju, sem varið var til þúfnasléttunar með ofanafrislu að-
ferðinni á þeim árum, sem hún var mest stunduð, hefði
verið varið á betri og hagkvæmari hátt. Samt ber að minn-
ast þess, sem gert var, og meta að verðugu. Það
hefir vafalaust haft allmikla þýðingu, bæði beint og óbeint.
Framræsla og grjótnám (úr túnum og sáðreitum) er
einnig eftirtektarverður liður í túnbótum síðustu ára,
sérstaklega framræslan.
Að þessu hefir verið unnið:
Framræsluskuröir: ')
Ár lengd rúmmál LoUræsi Grjólnám
m. m3 m. m3
1921 . . . 14,447
1922 . . . 24,979
1923 . . . 12,692
1924 . . . 26,116 32,979 52,551 3,106
1925 . . . 25,730 41,962 41,552 6,159
1926 . . . 49,873 55,899 33,974 10,493
1927 . . . 36,664 72,694 41,938 15,964
1928 . . . . . . 133,833 161,862 87,179 33,575
1) Þar : í taldir skurðir til framræslu á engjum, en ekki áveitu-
skuröir.