Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 16
10 B Ú N A ÖAliIiIT
Hin aukna framræsla, sérstaklega lokræslan, bendir
til þess, að nú séu bændur ofurlítið farnir að læra tökin
á því, að ræsa fram og rækta mýrarnar, þessi uppgripa
túnstæði, sem lengst hafa beðið ónotuð til þeirra hluta.
Beðið eftir kunnáttunni og áræðinu.
Ræktun mýranna hlýtur að verða mjög mikils-
verður liður í túnræktinni í framtíðinni, og er því
áríðandi að mönnum lærist sem fyrst og bezt hin réttu
tök á þeirri ræktun, og gott hvað sem miðar í
áttina.
Ef það reynist svo, sem ekki þarf að efa, að meðal-
tal túnbótanna allra síðustu árin (1928—1930) nemi
1000 ha. á ári, er engin ástæða til annars en að telja
það mikið skrið á ræktuninni. Með því áframhaldi ættu
ekki að líða mörg ár fyr en af er létt drápsbyrgðinni
þyngstu, sem hvílir á baki bænda: heyskapnum á léleg-
ustu engjaberjunum.
Með þeim tækjum og kunnáttu, sem við nú höfum á
að skipa, finnst mér að 1000 ha. á ári sé vel viðráðan-
legt, ef að sameiginlegur áhugi og átök allra, sem hlut
eiga að máli, fá notið sín. En aðili í þessu máli er öll
þjóðin, þing og stjórn, kyndarinn norður á Halamiðum
og kotbóndinn á heiðarbýlinu.
Þá raunsæju skoðun þarf varla að rökstyðja, sem
betur fer erum við komnir svo langt, að hún er viður-
kennd af öllum hugsandi mönnum.
1000 ha. sléttaðir og ræktaðir á ári. Þótt þær um-
bætur séu kleyfar, veltur ekki á litlu að þær séu fram-
kvæmdar á svo haganlegan hátt, sem auðið er, og svo
vel sem efni standa til að gert verði. Eins vel og
ræktunarþekking okkar leyfir. Svo vel, að bændur
fái sem fyllstan arð af því fé og erfiði, sem þeir
leggja í túnbæturnar. Flatarmál túnbótanna er einhliða
mælikvarði, varasamt að treysta honum um of.
Gerum við það? Eða er ræktun síðustu ára svo vel
af hendi leyst, að við getum verið ánægðir með þá