Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 17
B Ú N A Ð AH li 1 T
11
hlið málsins eins og yfirferðina? Skal nú reynt að gera
grein fyrir því í aðalatriðum.
Hvernig er þessi ræktun af hendi leyst?
Því miður er algerlega ómögulegt að svara þeirri
spurningu ákveðið né í fáum orðum. Ræktunin er svo
afar mismunandi vel af hendi leyst, og hugmyndir manna
um hvað sé vel eða illa gert eru harla misjafnar, þegar
um túnrækt er að ræða.
Þungamiðja túnbótanna hefir verið og er ennþá, að
slétta þýfið. Ræktunar-hugmyndirnar hafa verið og eru
mjög skorðaðar við þessa sléttun og enn fremur við
takinarkaða vörzlu og þá ræktun, sem í því er fólgin
að glæða grasvöxtinn með illa hirtum búfjáráburði, eftir
því sem framleiðsla þeirrar vöru og aðstaða leyfa. —
Utgræðsla túnanna með ofanristu aðferðinni er bundin
við sömu ræktunarhugmyr.dir, enda er hverfandi lítill
eðlismunur á því, að slétta misjafnlega grasgefið túnþýfi
eða góða móa við túnjaðarinn.
Ollum þorra bænda er það nokkuð óljóst, að með
plógræktun, án ofanafristu, og sáðrækt síðustu ára, er
hér fyrst hafin sú iðja, er túnrækt verði nefnd, eftir
mælikvarða og hugmyndum jarðyrkjuþjóða. Það kastar
engri rýrð á hinar gömlu aðferðir, þótt menn geri sér
sem bezt grein fyrir því, hversu afar-mikill eðlismunur
er á þessu tvennu: að slétta og að rækta. Sléttun ein-
göngu, er engin ræktun. Með aukinni þekkingu og
vaxandi vilja og mætti stækka hugtök bændanna, og
verkahringurinn víkkar að sama skapi. Þeir láta sér
ekki lengur nægja að slétta, þeir fara að rækta gömlu
túnin vanræktuðu og nýjar lendur, með þeim hætti
og handtökum, að þeir ráða meira en verið hefir,
hvað vex á túnunum og hvernig það vex, þeir láta
ekki lengur náttúruna vera svo að segja einráða um
það.