Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 18
12
B U N A Ð A R R 1 T
Þess er áreiðanlega full þörf, að ræktun túnanna og
nýræktarinnar fari batnandi, og að mælikvarðinn sem
lagður er á rækfunina breytist. Æskilegt væri í þessu
sambandi, að gera sér grein fyrir því með skýrum töl-
um, á hvaða stigi túnræktin er, hvaða eftirtekju túnin
gefa. En þess er því miður lífill kostur, því oss skortir
áreiðanlegar tölur er sýni töðufallið af túnunum, miðað
við flatarmál. Búnaðarskýrslurnar, sem að mörgu leyti
eru mjög fróðlegar, geta ekki skýrt þetta. Töðufalls
tölurnar í skýrslunum eru sennilega sæmilega (jafn)
ábyggilegar ár frá ári, nema hvað menn munu almennt
telja fram töðuna í hestburðum, sem eru nær 100 kíló-
um en 80, og töðufengurinn eykst gleðilega. En tölurnar
er sýna túnstærðina eru mjög ónákvæmar, því það má
heita að þær standi í stað, þótt jarðabótaskýrslurnar beri
með sér að túnin stækka. Tún, sem hætt er að telja,
vegna þess, að þau leggist niður eða falli í órækt, eru
vonandi fá og lítil á móts við nýræktina. Skýrslurnar
um túnstærðina eru byggðar á seint og illa heimtum
túnmælingum frá árunum 1915—20 og er því ekki von
á góðu. Eftir þessum gögnum er túnstærðin 1928 talin
22966 ha., og hefir alveg staðið í stað árin 1926 — 28
þrátt fyrir það þótt árin 1925 — 27 hafi verið ræktaðir
1645 ha. En þrátt fyrir það þótt túnstærðin sé bersýni-
lega vantalin til muna, þá fengust ekki nema 36,7 hestar
af ha. að meðaltali þessi þrjú ár. Eru þó 2 þeirra mikið
meira en meðal töðuár. 36,7 hestar af ha. er ekki nema
rúmlega 111/2 hestur (11,7) af dagsláttu. En ef túnin
eru talin 25,000 ha., sem ekki virðist fjarri sanni, verður
töðufallið ekki nema 33,7 hestar af ha., eða rúml. IOV2
hestur (10,7) af dagsláttu, miðað við meðal töðufeng
1926—28. Með hvaða tölum sem reiknað er, sézt að
ræktunarástand túnanna er bágborið og töðufallið rauna-
lega lítið. Þó hygg ég tölurnar sýni þetta ekki lakara
en það er. Því er ver, að eftir sjón og sögum, er hæpið
að telja töðufallið sé meira en um 11 hestar af dag-