Búnaðarrit - 01.01.1931, Síða 20
14
B U N A Ð A R R 1 T
En hvað er það þá, sem mest háir túnræktinni, annað
en þessi eymdar og þröngsýnis hugsunarháttur? Hvað
veldur? Hvers vegna er eftirtekjan jafn lííil og raun
er á?
Ræktunin, þessi lífvaður bændastéttarinnar og þjóðar-
innar allrar, er margþætt. Það stoðar lítið þótt einn
þátturinn sé vandaður og sterkur, ef hinir eru gallaðir.
Því er meira að segja svo farið um ræktunina, að þótt
flestir þættirnir séu traustir og vel til þeirra vandað, þá
er allt í húfi, ef einn einasti er svikinn. Það er vel
ómaksins vert að gera sér það ljóst, að ræktunin er
háð allákveðnu lögmáli, sem ekki stoðar að reyna að
sneiða fram hjá. Þótt svo virðist, að það sé meinlítið
að ganga nokkuð á snið við þetta lögmál, er það að
eins að svíkja sjálfan sig, og það hefnir sín alltaf á einn
eður annan hátt. Þetta lögmál er kallað lágmarks-
lögmálið. Aðalatriði túnræktarinnar, sem mestu valda um
útkomuna, eru þessi: l/eðrátia, jarðvegur, framræsla,
vinnsla, áburður, fræ og hirðing. Fleiri mætti telja, en
þetta nægir.
Lágmarkslögmálið er skýrt á myndinni. Stafakerið
táknar túnræktina. Það er sett saman úr mörgum stöf-
um. Einn þeirra táknar veðráltuna, annar jarðveginn,
þriðji framræsluna o. s. frv. En þeir eru mislangir staf-
irnir, svo kerið verður skörðótt.
I kerinu er eftirtekjan, árangur ræktunarinnar. Hvað
verður eftirtekjan mikil? Hversu góður verður árangur-
inn? Hvað tekur kerið? Svarið er augljóst: Það er
lengd stysta stafsins, sem takmarkar hvað kemst í kerið.
Það er ekki meðallengd stafanna, og því síður lengd
þeirra, sem lengstir eru, sem ræður því. Athugið það vel.
Það stoðar lítið, þótt »jarðvegsstafurinn« og »vinnslu-
stafurinn« séu langir, ef »framræslustafurinn« er mjög
stuttur o. s. frv. Það er fljótséð, að heppilegast muni
og notadrýgst, að stafirnir séu allir sem jafnlengstir og
samsvari hver öðrum sem bezt.