Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 23
B U N A Ð A B R 1 1'
17
Á flestum býlum er um fleira að velja. Árangurinn
og útkoman, ekki sízt hin fjárhagslega útkoma, af rækt-
uninni, fer ekki lítið eftir því, að rétt sé valið. Það er
ekki sama hvort ákveðnu tjármagni er varið til þess að
rækta góða grasmóa, eða það er Iagt í ræktun lélegra
og efnasnauðra lyngmóa.
Á tímabili fyrir stríðið var allmikið plægt víða um
land, til flag- eða græðisléttunar. Þá brenndu margir
sig á því, að ráðast fyrst á afar lélegt land, þótt nóg
væri um betra. Árangurinn varð eftir því, og afleiðing-
arnar urðu vonbrigði og ótrú á allri plógsléttun án
ofanafristu, sem óefað hefði seinkað frekari framkvæmd-
um meira en almennt er talið.
Ennþá eimir töluvert eftir af því, að menn athuga
miður en skyldi, hvar bezt sé að byrja og bera niður,
þegar þeir ráðast í túnbætur. Fjölda bænda er það enn
þá ekki nógu ljóst, að enginn blettur er of góður til
nýrældar, og að það er um að gera að rækta það auð-
ræktaðasta og bezta fyrst, svo einn teigurinn rækti
annan, ef svo má segja. Það er slæmur búhnykkur að
hlífast við að plægja Ioðna grasmóa við túnjaðarinn,
vegna slægjumissisins, og ráðast heldur í léleg holt eða
flagmóa. Hitt er annað mál, hvað rétt er að gera, þegar
góðu blettina þrýtur. Sem betur fer verður óvíða sagt
með sanni, að jarðvegurinn leyfi ekki aukna og bætta
ræktun frá því sem er. En um leið er val ræktunar-
landsins nátengt því, sem rætt var um hér að framan;
að þess er ekki minni þörf að bæta ræktunina en að auka
uíðáttuna. Of margir gleyma því, að þúfnakarginn innan
túns er það ræktunarland, sem fyrst ber að snúa sér að.
Framræsla.
Þegar hinum betri grasmóum sleppir, eru góðar mýrar
víðast það land, sem bezt er fallið til frambúðar tún-
raektar. En þá kemur framræslan til sögunnar.
2