Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 24
18
B U N A I) A B B 1 'l’
Sem betur fer er hafin töluverð viðleitni til þess að
rækta mýrarnar, en það tjáir ekki að loka augunum
fyrir því, að framræslunni er víða mjög ábótavant. Því
miður ekki völ á neinum tölum til þess að skýra þetta.
Þó má geta þess að samanburður á lengdarmáli og
rúmmáli framræsluskurðanna, sem taldir eru í búnaðar-
skýrslunum, bendir til þess, að mikið sé grafið af grunn-
um og rúmmálslitlum skurðum.
Þeir, sem kunnugir eru nýrækt síðustu ára, í ýmsum
sveitum, eiga ekki bágt með að átta sig á því, að fram-
ræsluskortur spillir mjög árangrinum alltof víða. Það er
ekki óalgengt. að sjá rokið í að slétta hálfdeigjumýrar,
án þess að hugsa neitt fyrir framræslunni, og á öðrum
stöðum er framræslan ekki nema kák. Vms dæmi mætti
nefna úr nágrenni Reykjavíkur, er sýna, að menn hafa
brennt sig á þessu allverulega, og að þess hefir ekki
verið vel gætt, í ræktunarleiðbeiningum að setja undir
þann leka.
Viðleitnin að breyta mýrum í tún breiðist nú óðum
út, og um leið vex nauðsyn þess, að því sé fast fylgt
eftir, að menn vanræki ekki framræsluna. Það er óhjá-
kvæmilegt að vanræksla á þessu sviði skaði ræktunar-
mennina, sem í hlut eiga, og spilli um leið áhuganum
fyrir ræktun mýra. Það er léleg afsökun, en þó verð
að nefna, einmitt vegna þess, hve hún er léleg, að enn-
þá vöðum við mjög í villu um framræsluþörf íslenzkra
mýra. Engar innlendar tilraunir eru til á þessu sviði.
Er illt til þess að vita og ekki vansalaust. Ekki nóg
með það, að nýræktin þarfnist framræslu þegar um
mýrar er að ræða. I mörgum sveitum og á fjölda býla
þarfnast gömlu túnin framræslu til þess, að geta heitið
og orðið ræktuð tún. Það eru þau ekki að nafninu,
hvað þá meira, meðan þau eru hálfvaxin fitjagróðri,
starfjöður og fifu, sem ekkert á skylt við eðlilegan tún-
gróður. Túnbótamöguleikarnir á þessu sviði eru geysi-
miklir og aðkallandi.