Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 25
15 U N A i) A H R I 'I'
lí)
Vfirleitt er þörf mikilla umbóta og stefnubreytingar
frá þuí sem nú er í nýræktinni, til þess að nálgast það
mark, sem öllum ætti að vera ljóst að keppa verður
að, en það er að allt nýræktarland, sem þarfnast fram-
ræslu sé ræst fram hæfilega vel, alllöngu áður en það
er tekið til endanlegrar ræktunar. Framræslan á und-
an ræktuninni, en ekki á eftir, eins og nú á sér stað
alltof víða.
Vinnsla.
Að því athuguðu hversu jarðvinnsluverkfæraeign bænda
hefir aukist og batnað á seinni árurn, mætti álykta, að
jarðvinnslan við sléttun og nýrækt færi stórum batnandi.
Hvort svo er skal látið ósagt, en það er áreiðanlegt að
vinnslunni er mjög ábótavant hjá öllum þorra ræktunar-
manna. Kröfurnar, sem gerðar eru til vinnslunnar eru,
enn þá sem komið er, aðallega miðaðar við að landið
verði slétt, og víða er alls enginn afgangur af því, að
þeim kröfum sé fullnægt, Oft skortir mikið á það að
fiögin séu svo vel unninn að það fáist verulega góður
sáðbeður fyrir grasfræið. Eða að búfjáráburðurinn kom-
ist vel niður í og blandist moldinni eins og vera ber.
Vfirleitt er streytt mjög við það að hraða allri jarð-
vinnslu sem mest, án þess að taka tillit til þess, hvort
jarðvegurinn er til þess fallinn, eða hann þarfnast end-
urtekinnar vinnslu, til þess að myldast og batna. Orsak-
irnar til þessara vafasömu vinnubragða eru augljósar og
skiljanlegar. Þýfið og ræktunarskorturinn og fátæktin
knýja menn til þess að slétta og rækta sem mest fyrir
sem minnst fé, en eins og fyr er sagt hættir mönnum
til þess að meta ræktunina of mikið eftir víöáttu, án
þess þeim sé fullljóst á hvern hátt sé fært að framleiða
sem mesta töðu (eða töðugildi), fyrir sem minnsta pen-
inga. En eins og kunnugt er skortir flesta fé til fram-
kvæmdanna, jafnvel þótt arðsemi þeirra sé sæmilega
augljós. Hin mikla yfirferð verður því, þótt hún sé að