Búnaðarrit - 01.01.1931, Síða 26
20
B l N A t> A B B I T
mörgu Ieyti lofsverð, æði oft til þess að draga úr vand-
virkninni. Ennfremur er vert að hafa það hugfast, að
bændur eru svo iilu vanir um ár og aldir, að þeim finnst
flest betra en það sem var, og eru því ekki kröfuharðir
um gæði umbótanna. ]arðvinnslan og framræslan eru
mestu vinnuatriðin við nýræktina og freista því frekast
til óvandvirkni. Sáning og áburðarnotkun eru meira
þekkingaratriði.
Loks tjáir ekki að leyna því, að það eru einmitt af-
kastamestu jarðvinnslutækin, sem mjög hafa orðið til
þess að freista fjölda bænda til þess að flaustra jarð-
vinnslunni af, á óforsvaranlega hroðvirknislegan hátt. Ég
á við dráttarvélarnar og dráttarvélaverkfærin. Enginn
skyldi efa það, að hægt sé, og jafnvel töltölulega auð-
velt, að vinna vel með dráttarvélunum víðast hvar þar,
sem þeim verður á annað borð viðkomið. Eigi að síður
er mjög mikið af því, sem unnið er með dráttarvélum
þessi árin mjög lélega unnið. Auk óafsakanlegrar hroð-
virkni og afsakanlegs þekkingarleysis, sem stundum er
til að dreifa, eru tvær meginástæður til þess að svona
skuli tiltakast. Önnur, að með mörgum dráttarvélum er
oft fátt verkfæra, til þess að hægt sé að vinna margs-
konar mismunandi land nægilega vel. Hin, að enn skortir
sorglega mikið á það, að bændum hafi lærst að sam-
ræma vélavinnsluna og vinnslu með hestaverkfærum.
Verður að telja það eitthvert allra mesta meinið við
nýræktarframkvæmdirnar. Dráttarvélarnar eru flestar fé-
lagseign, eða eign manna, sem aka bæ frá bæ og vinna
ákvæðisvinnu vor, sumar og haust. Hjá sumum bændum
er unnið á bezta tíma, hjá öðrum á mjög óhentugum
tíma. Víðast er það svo, að þegar dráttarvélin fer frá
bænum, er það með öllu óvíst hvenær hún kemur þang-
að næst, eða hvort þess sé nokkur kostur að fá hana
til frekari afnota, þegar hentugast væri. Þetta freistar
bænda úr hófi fram, til þess að reyna að fullvinna
í einni kviðu hverja spildu, sem tekin er til ræktunar,