Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 27
B L! N A i> A I! H I T
21
án nánara lillits til þess, hvort það sé allskostar heppi-
legt eða ekki. Þannig er vinnslu seigra mýra oft lokið
á einu ári, þótt þær að réttu lagi ættu að tví eða þrí
vinnast svo vel væri. Við sléttun stórþýfis verður hið
sama að sök. Afleiðingarnar verða missignar sléttur og
léleg ræktun. Mönnum hættir til þess að líta á véla-
vinnsluna og vinnslu með hestaverkfærum, sem tvær
leiðir og velja á milli þeirra. Fellur valið hjá flestum á
vélavinnsluna, ef þeir eiga hennar nokkurn kost. En
hins gæta fæstir, að það ráðlegasta og affarasælasta er
að samræma þessar tvær starfsaðferðir. Með þeim hætti
njóta kostir þeirra sín bezt. Með dráltarvélunum á að
lyfta þyngstu tökuuum, en lagfæra og fylla í eyðurnar
með hestavinnslunni, þá er hægt að fá tímannn og tíð-
arfarið í lið með sér við vinnsluna, í stað þess að etja
á móti örðugleikunum, sem þetta tvennt veldur, þegar
streitt er við að fullvinna allt í einni kviðu, án tillits til
nokkurs annars en þess, að nú er dráttarvélin á vettvangi.
Þótt dráttarvélarnar séu komnar til sögunnar, þurfa
bændurnir eigi að síður að eiga hin nauðsynlegustu
jarðvinnsluverkfæri, til þess að geta gengið frá landinu,
sem brotið er með vélunum. Þess er nú kostur fyrir
bændur að eignast verkfærin með afarhagkvæmum
kjörum, og vonandi nota þeir sér það, en láta ekki
þann hraparlega misskilning villa sér sýn, að dráttar^
vélarnar geti annast alla jarðvinnslu fyrir þá, hestaverk-
færanna sé ekki nein þörf o. s. frv. Það er von að
víða séu mislagðar hendur í ræktunarmálunum, þegar
líkur misskilningur stingur svo freklega upp höfðinu,
að honum er jafnvel hampað á Alþingi, sem forsendum
fyrir ákveðnum tillögum til ræktunarumbóta.
Áburður.
Áburðarhirðingunni hefir löngum verið ábótavant. En
viðleitni til umbóta vex vænlega, þótt betur megi svo