Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 28
vel sé. Áburðarhúsum og safnþróm fjölgar töluvert.
Talið í rúmmetrum hefir verið byggt síðustu árin:
1921 .............. 1,115 rúmm.
1922 .............. 2.397
1923 ................ 903
1924 .............. 6,263
1925 .............. 7,352
1926 ............. 14,426
1927 ............. 16,942
1928 ............. 17,605
Því miður er of lííið að því gert að aðskilja saur og
þvag og geyma þvagið í loftheldum gryfjum, en allt
bendir til þess að það sé bezta og álitlegasta áburðar-
hirðingin. Þrátt fyrir það, þótt áburðarhirðingin fari
batnandi, er viðurkennt, að stórstígar ræktunarframfarir
séu ókleyfar, ef ekki er öðrum áburði, en búfjáráburð-
inum, til að dreifa. Notkun tilbúins áburðar hefír verið
lítt kleyf og óveruleg, þangað til tvö síðustu árin, en
hin mikla notkun hans þessi ár, bendir til þess, að
bændur skorti í raun og veru ekki vilja til þess að
nota sér þá aðstöðu, sem tilbúni áburðurinn veitir til
meiri og betri ræktunar. En getan og ræktunarþekk-
ingin er takmörkuð, og hver verður þá útkoman, með
þeim skrið, sem nú er á nýræktinni, á því að auka víð-
áttuna? Nota menn almennt nógu mikinn áburð í flögin
og túnin til þess að fullgóður árangur fáist af ræktun-
inni? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað
öðruvísi en neitandi. Það virðist margt benda til þess,
að sé nýræktin að öðru leyti í góðu lagi, þá sé réttmætt
og nauðsynlegt að nota miklu meiri áburð en almennt
er gert, og með þeim hætti fáist mun betri arður af
ræktuninni en ella. Sveltirækt gefitr sultararð. Eftir út-
reikningi Olafs Jónssonar tilraunastjóra á Akureyri, þurf-
um vér að auka áburðarmagnið um þriðjung til helm-
ing frá því sem það er nú. til þess að fullnægja á-