Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 29
B Ú N A J) A R R I T
P
burðarþörf þeirrar jarðræktar, sem nú er í veltunni. (Sbr.
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1928 — 29, bls. 64).
Það er ekki nóg með það, að sveltiræktun og áburðar-
skortur sé áberandi, áburðurinn er líka mjög víða illa
notaður og óheppilega, svo hans verða ekki full not
þess vegna. Búfjáráburðurinn hrekkst ofanjarðar, í stað
þess að komast fljótt og vel ofan í jörðina.f, Tilbúnum
áburði er víða hörmulega illa dreift og oft á óheppi-
legum tíma. Ennfremur er tilbúni áburðurinn oft not-
aður of einhliða, svo árangurinn bregst að meira eða
minna leyti. Það er reynt að komast af með saltpétur
eingöngu eða saltpétur og superfosfat, þar sem raun-
verulega þarf að bera á öll þrjú næringarefnin: köfnunar-
efni, fosforsýru og kalí. Menn hafa ekki nægilegt yfirlit
yfir það, að tilfinnanlegur skortur á einu af þessum efn-
um getur valdið því, að sprettan bregðist, þótt nóg sé
borið á af hinurn efnunum, svo yfirleitt er ekki annað ráð-
legt en að bera á öll efnin, þegar um nýrækt er að ræða1).
Tilraunastarfsemin hefir leitt í ljós, að heppilegasta
áburðarnotkunin sé að nota búfjáráburðinn í flögin og
mylda hann fljótt og vel niður, en auk hans þarf að
bæta við tilbúnum áburði. Búfjáráburðurinn verður höfuð-
stóll eða aflgjafi til fleiri ára, en hinn auðleysti tilbúni
áburður bætir upp og fullnægir hinni öru næringarþörf
hins bráðþroska og gráðuga gróðurs, betur en búfjár-
áburðurinn getur gert, þótt nóg sé af honum.
Þetta er heppilegasta áburðarnotkunin, en eigi að
síður er hægt að rækta flesta jörð með tilbúnum áburði
eingöngu, ef að eins er notað nógu mikið af réttum
tegundum, og að öðru leyti er vel fyrir öllu séð.
1) Sbr. Lágmarbslögmáliö, sem á bls. 15 hér að framan er
notað á hagkvæman, en ekki vísindalegan hátt, til þess að skýra
liina ýmsu þaetti rældunarinnar. Myndin af stafakerinu er oft
notuð til þess að skýra næringarþörf iurtanna. Stafirnir í kerinu
tákna þá næringarefnin og eru nefndir eftir þeim.