Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 30
24
H U X A i) A H H 1 '1'
Aukin áburðarnolkun við nýræktina, og túnræktina
yfirleitt, hækkar tilkostnaðinn, en sé rétt að farið, er
mikið að vinna og enginn vafi á því, að á þann hátt
má fá langtum glæsilegri útkomu af ræktuninni og tneiri
arðsemi en bændum er yfirleitt ljóst. Að þessu þarf að
stefna, en það sem fyrst ber að vinna og léttast er að
framkvæma, er að bæta notkunina mjög mikið frá því
sem er. Það kostar engin útgjöld, en yrði þó greinilegt
og drjúgt spor til bættrar og arðsamari ræktunar. Þess
er full þörf, því sennilega er það sulturinn, sem mest
og almennast háir nýræktinni, sérstaklega sáðsléttunum.
Sáning.
Grasrækt af fræi eða sáðsléttun hefir átt erfitt upp-
dráttar í íslenzkri jarðrækt. Þótt liðin séu yfir 50 ár
síðan byrjað var að gera lítilsháttar tilraunir með gras-
fræsáningu, og nær 30 ár síðan gróðrarstöðvarnar fóru
að rækta á þennan hátt, er fjarri því að sáðsléttunin sé
enn þá í almennum metum. Ennþá skoðar fjöldi bænda
hana sem ótryggt og dýrt neyðarúrræði, sem ekki beri
að nota, nema þar sem gróðrarleysi eða óheppilegur
gróður hamlar því að nota sjálfgræðslu. Meðan svo er,
telja vitanlega margir sáninguna alls ekki meðal þeirra
atriða, er mestu varða um gæði og afkomu ræktunar-
innar. Því miður er það ekki fyr en á allra síðustu ár-
um, að gerðar hafa verið greiniiegar samanburðar-
tilraunir til þess að skera úr því, hver ræktunaraðferðin
sé bezt og álitlegust: Þaksléttan, græðisléttan eða sáð-
sléttan (sbr. bls. 6 hér að framan). Það sem af er
þessara tilrauna og allvíðtæk reynsla einstakra manna
bendir ótvírætt til þess, að það sé sáðsléttan, sem sé
bezta aðferðin, sem eigi víðast við og gefi arðvænleg-
astan árangur. Það sé hún, sem sé framtíðar-túnræktar-
aðferðin hér, eins og í öðrum jarðyrkjulöndum. Ennþá
er því miður margt órannsakað viðvíkjandi sáðsléttuninni