Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 31
nÚNAÐARH1T
25
má því vænta þess að margt horfi til bóta um þá að-
ferð, þegar tilraunastöðvarnar hafa leyst rannsóknar-
efnin með áreiðanlegum tilraunum. Mestu umbótamögu-
leikarnir á þessu sviði, og sem beinast blasa við, eru
að fá bændur almennt til þess að trúa á grasfræsáning-
una og nota sáðsléttunina sem aðalaðferð við túnrækt-
ina, og um leið að haga öðrum atriðum ræktunarinnar
í fullu samræmi við hana. Því þá má ekki gleymast, að
sáðsléttunin þolir illa að slegið sé af kröfunum urn fram-
kvæmd frumatriða ræktunarinnar.
Hve langt það á í land, að sáðsléttunin ryðji sér
fyllilega almennt til rúms, sézt bezt, ef borin er saman
víðátta nýræktarinnar á síðustu árum og grasfrænotkunin.
1928 var bylt nýrækt 710.3 ha. og þar við bætist gras-
plæging í túnum, en grasfrænotkunin 1927 nam ekki
nema venjulegu sáðmagni í ca. 140 ha. Það er aðal-
lega í nágrenni Reykjavíkur og nokkurra annara kaup-
túna, að grasfræsáning er orðin sjálfsagður liður í rækt-
uninni og grasfrænotkunin áberandi. Einstakir menn út
um sveitirnar eru að brjóta ísinn, en þeim þarf að
fjölga, sem fyrst og mest. Þegar það er sannað, að
sáðslétta er bezta túnræktaraðferðin, má það ekki við-
gangast, að hún sé til langframa hornreka annara
óheppilegra aðferða, þótt þær kunni að vera að ein-
hverju leyti vandaminni í framkvæmd. Með þeim starfs-
kröftum, sem leiðbeiningastarfsemi landbúnaðarins hefir
á að skipa, ætti að vera kleyft, að auka svo ræktunar-
þekkingu og starfsleikni túnræktarmanna, að sáðsléttan
nái brátt að skipa öndvegið í túnræktinni um land allt.
Hirðing.
Þegar hinum eiginlegu ræktunarstörfum er lokið,
dregur til þess, að hirða svo vel um nýræktina, að hún
gefi sem mestan arð. Vöntun á umhirðu má ekki spilla
árangrinum. Nýju sáðtúnin eru oft viðkvæmari fyrir, en