Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 32
gömlu þakslétturnar, en af því þau gefa langtum meiri
arð, er líka ekki nema sjálfsagt, að sýna þeim fyllstu
umhirðu og sóma. Það, sem aðallega kemur til greina
er: Nægur áburður, næg varzla og völtun á heppilegum
tíma, þegar þess virðist þöif.
Mikið skal til mikils vinna. Það er óhjákvæmilegt að
bera vel á túnin, ef það á að fást mikil eftirtekja af
þeim. Bera mikið á af auðleystum og alhliða tilbúnum
áburði, Mikið af búfjáráburðinum rýmist í flögunum
með þeirn skrið, sem nú er á nýræktinni, og þar er
hann bezt kominn.
Vörzlu túnanna er víðast hvar mjög mikið ábótavant.
Vetrarbeit og vorbeit keyrir úr hófi og rýrir eftirtekjuna.
Þótt enn þá skorti innlendar tilraunir á þessu sviði,
vitum við að spjöllin, sem hóflaus beit og gripaágangur
veldur, koma tilfinnanlegast í ljós, þegar nýjar sáðsléttur
eiga í hlut.
Nýju slétturnar þarfnast líka greinilegast völtunar á
vorin fyrstu árin, meðan gróðurinn er að festast og
þéttast. Reynzlan er búin að sýna það, en hitt er að
mestu órannsakað, að hvaða liði árleg völtun getur
orðið á túnum yfirleitt. Nokkrar ástæður eru þó til þess
að halda, að hún geti orðið að liði til þess að hindra
kalskemmdir og jafnvel til þess að örfa grassprettu á
mýrlendum en vel ræstum túnum.
Loks má minna á vökvun túnanna, eða túnáveitur.
Þær eru víðast lagðar niður. Er það sennilega skað-
laust, því mikil brögð voru að því hversu þær voru
misnotaðar. En gömlu aðferðirnar koma stundum aftur
fram á sjónarsviðið í nýrri og bættri mynd, og vel má
vera, að svo verði um túnáveiturnar. Vorþurkarnir geta
orðið býsna tilfinnanlegir og langvarandi í sumum sveit-
um, og sumar jarðvegstegundir þola illa langvarandi
þurka. Eru nokkrar skynsamlegar ástæður til þess,
þegar þannig stendur á, að horfa aðgerðalaust á tún-
gróðurinn standa í stað eða jafnvel skrælna, þótt völ