Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 33
B U N A i) A R lí I T
27
sé á vatni til vökvunar? Það virðist ekki vera. Eðli-
legra er að bregða við og vökva túnin hæfilega, án þess
að þvo jarðveginn og skola úr honum jurtanæringunni,
eins og margir gerðu með hóflausum vatnselg í stað
hæfilegrar vökvunar.
Niðurlag.
Hér að framan hefir verið dvalið við nokkur frum-
atriði túnbótanna, og reynt að svara því, hvað helzt
veldur að eftirtekjan af túnunum er minni en vera ber.
Samandregið í fá orð verður niðurstaðan þessi:
[/eðrátta og jarðvegur leyfir stórum betri ræktun en
meðallagið sem nú tíðkast.
Framræzlu og jarðvinnslu er almennt ábótavant.
Túnin og nýræktin fá pfirleitt of lítinn áburð og
áburðarnotkunin er mjög oft ófullkomin og óheppileg.
Sáning grasfræs er allt of litið viðhöfð, og sáðslétt-
unin minna metin en vera ber. Nýræktinni er yfirleitt
ekki hagað nægilega mikið eftir því, sem þó verður að
skoðast ful/reynt, að sáðsléttan sé bezta, fullkomnasta
og arðvæn/egasta túnræktaraðferðin.
Hirðingu túnanna er yfirleitt mikið ábótavant. Áburður
af skornum skammti og varzla óþarflega mikið vanrækt.
Þetta er ekki fögur lýsing, en hinn almenni veruleiki
er því miður ekki fegri en lýsingin. En það eru til
margar undantekningar frá því almenna, gleðilegar undan-
tekningar, sem sýna og sanna, að leiðin er fær til um-
bóta.
Eg hefi dvalið mest við gallana og meinsemdirnar,
og bent á það sem miður fer, en gert lítið að því, að
gefa góð ráð eða leiðbeiningar, er verða megi til bóta,
munu margir segja. Það er satt, en ég hefi gert það
með ráðnum hug, en ekki af svartsýni eða aðfinnslu-
löngun. Ber tvennt til þess. I fyrsta lagi er það af því,
að ég tel mest um vert, að bændur athugi vandlega
hvar þeir eru staddir í ræktunarmálum, og að þeir