Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 34
B U N A 1) A H H I 'J'
28
reikni sjálfir og meti, hvað sé vænlegast til úrræða um
leið og þeir stíga næstu sporin. Fram að þessu hafa
bændur gert of lítið að því að reikna í jarðræktinni,
reikna á hvern hátt þeir fengju rnestan arð af því, sem
þeir legðu í nýrækt og túnbætur. Hvort borgaði sig
betur ofanafrista eða sáðslétta, sveltirækt eða síbreiða,
útgræðsla eða bætt ræktun o. s. frv. Allra síðustu árin
er keppt of einhliða að því, að minni hyggju, að auka
víðáttuna, án þess að gera sér grein fyrir því eða reikna,
hvað bezt borgi sig og bezt fleyti yfir örðugleikana.
í öðru lagi tel ég þess litla þörf, í þessu sambandi,
að fjölyrða urn hin einstöku atriði, er verða mega til
umbóta í túnræktinni. Þeim bændum, sem átta sig á
meginatriðum málsins og athuga stefnuna, mun ekki
verða vant leiðbeininga. þegar þeir leita eflir hjá þeim,
sem hafa þær leið'oeiningar með höndum. Og því skal
ekki trúað að óreyndu, að flestir leiðtogar bændanna í
ræktunarmálunr fari nú ekki senn hvað líður að átta
sig á því, að ekki tjáir að beita um of einhliða áeggj-
unum um að stækka túnin og að ekki er minna um vert
að sjá fyrir því, að það sem unnið er sé svo af hendi
leyst, að bændur fái skarðlausan arð verka sinna. Það
mun sanni næst, að þeim veitti alls ekkert af því, þau
ár sem í hönd fara.
Arni G. Eylands.
Eftirmáli.
Ég vil bæta nokkrum orðum við hina þörfu hugvekju
hr. Árna G. Eylands hér að framan, og bið menn þá
að minnast þess, er hann segir um stærð túnanna og
eftirtekju þeirra, á bls. 12.
Annars er erfitt að komast að réttri niðurstöðu um
stærð túnanna og einkum um töðufenginn, þar sem vitan-
legt er, að það er mjög misjafnt hvað menn telja töðu-