Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 35
B U N A t) A I! H 1 T
29
hest. En þó má fullyrða, að túnin gefa af sér miklu
minna en vera mætti, miðað við náttúrleg túnræktar-
skilyrði hér á landi, og stafar það þá af ófull-
komnum túnræktaraðferðum og lélegri aðbúð við túnin.
Þessi skoðun og dómur um túnræktina hér á landi
styðst við reynslu margra manna og við niðurstöður til-
rauna í tilraunastöðvunum og á dreifðum stöðum víðs-
vegar um land. Það er því ekkert efamál, að
mikið má bæta túnræktinu á landi hér, eins og Arni
bendir á, og þá er og tímabært að benda á, eins
og hann líka gerir, að ekki sé allt fengið með nýrækt-
inni, og hvort ekki muni verða allt eins drjúgt að leggja
áherzlu á, að bæta fyrst ræktun túnanna, sem fyrir eru,
fremur en að leggja einhliða kapp á, að stækka rækt-
aða landið með nýrækt. — Vonandi skilur enginn þetta
svo, að við Arni séum á móti nýræktinni eða viljum
draga úr áhuga manna um hana. En ef hitt gefur fljót-
ari arð og auðfengnari, að bæta ræktun þess, sem fyrir
er, þá liggur í augum uppi, að það á að sitja fyrir ný-
ræktinni, og lyfta undir hana, því að þá fyrst sjá menn
til fulls, hvers má vænta af henni, þegar gömlu túnun-
um hefir verið komið í fulla rækt.
Fernt má nefna, er einna mest háir túnræktinni og
veldur lélegri rækt: þýfið, ófullkomin framræsla, ófull-
komin varzla og ófullnægjandi áburður.
Af þessum atriðum skal hér að eins vikið stuttlega
að hinu síðasttalda, enda mun það vera almennasta or-
sökin til lítils afraksturs af túnunum.
Þrjú eru þau næringarefni jurtanna, sem verðmæt eru
talin í áburði, þ. e. köfnunarefni, fosforsýra og kalí.
Aburðartilraunir á túnum hér á landi hafa sýnt, að túnin
skortir fyrst og fremst köfnunarefni, þá fosforsýru, en
sízt kalí, og er það í fullu samræmi við það, sern sýna
má með útreikningum. og sennilega er köfnunarefnis-
vöntunin alls um 600000 kg., en það samsvarar sem
næst 150 kg. af þýzkum saltpétri á hektar.