Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 37
B Ú N A Ð A B R I T
31
kali-áburði, til þess að halda eftirtekjunni við, þótt
köfnunarefnisáburður einn nægi til að byrja með, til
viðbótar við góðan skammt af búfjáráburði. — Qóðan
skammt af búfjáráburði tel ég 20 — 25 þús. kg. af kúa-
mykju á ha. Væri svo þar við bætt 150 kg. af þýzkum
saltpétri, geri ég ráð fyrir að eftirtekjan mundi aukast
til góðra muna fyrst í stað, og síðan með því að bæta
þar við um 100 kg. af superfosfati, og loks 75 kg. af
kalíáburði, og mætti þá sennilega draga nokkuð úr
mykjuskammtinum að ósekju. (Sbr. Bún.rit 1930, bls. 185).
Þegar farið er að nota öll efnin, væri bezt að bera á
Nitrophoska, og miða þá skammtinn við kalíið, og gefa
svo viðbót af köfnunarefnisáburði (saltpétri) og fosforsýru-
áburði (superfosfati) svo sem þarf, til þess að samsvara
því, sem tiltekið er hér um þessi efni. Þarf þá að muna
að í 100 kg. af Nitrophoska, — þeirri tegund þess, sem
hingað hefir veiið flutt — eru 16 Ú2 kg. köfnunarefni,
16 1/2 kg. fosforsýra og 21 V2 kg. kalí.
Svo sem ráða má af því, sem nú hefir verið sagt,
tel ég vafalaust að auka megi í bráð eftirtekju túnanna
til verulegra muna frá því, sem nú er hún almennt,
með því að bera á þau saltpétur með búfjáráburðinum.
Til stuðnings þeirri skoðun, vil ég skýra frá tilraun,
sem ég hefi gert með þetta í gróðrarstöðinni í Reykja-
vík og tilraunum, sem ég hefi fengið gerðar á 3 stöðum
öðrum. Margar fleiri tilraunir, sem ég og aðrir hafa
gert eða látið gera, benda í sömu átt og staðfesta
þessar tilraunir, og það sem að framan er sagt.
Tilraunir þær, sem hér verður skýrt frá, eru í 4 lið-
um, þ. e. a. s., að samanburður er gerður á 4 mismun-
andi áburðarskömmtum og hver skammtur reyndur á
þrem 40 m2 reiturn (sbr. Búnaðarrit, 44. ár 1930, bls.
185), en hér skal að eins skýrt frá 2 fyrstu liðunum.
I fyrsta lið er áburðarskatnmturinn 25200 kg. kúamykja
á ha. í stöðinni, en utan hennar 22222 kg. (nr. 1 í töfl-
unni), og í öðrum lið sami mykjuskammtur, en auk þess