Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 40
B U N A U A H H 1 T
U
tilraunir sínar og árangur þeirra. Eru tilraunir þær all-
ítarlegar og víðtækar, og stórmerkilegar. — Telur hann
nú ótvírætt sannað, og að mestu viðurkennt af læknum
— sem reynst hafa einna tregastir til að viðurkenna
árangur tilraunanna — að með ígræðslu kirtla — bæði
kynkirtla og annara magnkirtla1) — megi endurlífga líf-
færastarfsemina og þar með lífsstarfsemina í heild sinni,
þegar hún er tekin að ganga úr sér og förlast, og bæta
og endurnýja sýkta og skemmda lífvefi, og skemmd eða
ónýt líffæri, og þar með lengja þroska- og manndóms-
skeiðið, en fresta ellinni og dauðanum.
Frekari frásagnir af þessum tilraunum snerta ekki
efni þessarar greinar.
Nú víkur þá að aðalefninu.
Ut frá yngingartilraununum, og árangri þeirra, kom
Dr. V/oronoff í hug, að vera kynni, að hafa mætti gagn
af ígræðslu magnkirtla einnig í ung dýr. — Það er ekki
fyrr en alveg nýlega, að heita má, að vitað var, hversu
geysimikla þýðingu kirtlavökyi (magnvökvi, Hormon)
magnkirtlanna hefir á lífsstarfsemina alla — líkamlega
og andlega — og að það eru eiginlega magnvökvar
(Hormon) hinna ýmsu magnkirtla, sem er sá aflvaki, er
knýr líffærin og sálaröflin til starfa.
Út frá hinni nýfengnu vitneskju um áhrif magnvökv-
1) Magnkirtlarnir hafa — f mótsetningu viö opnu hirtlana —
verið nefndir lokaöir — eöa blindir — eða innrásar-kirtlar, af því aö
kirtlavökvar þeirra (magnvökvarnir) liafa ekki opna útrás, heldur
síast inn í blóðiö og lymfuna í gegnum veggi blóðæöanna og lymfu-
æðanna, og berast þannig um líkamann. — Kirtilvökvar opnu kirtl-
anna hafa þar á móti sérstaka útrás, ýmist út úr líkamanum (frjó-
kirtlar, svitakirtlar) eða inn í hol hans (meltingarkirtlar o. fl.).
Kynkirtlarnir — eins og ýmsir fleiri kirtlar — eru hvorttveggja
í senn opnir (frjókirtlarnir eöa æxlunarkirtlarnir) og lokaðir (kyn-
kirtlarnir, sem ráöa um útlit og séreinkenni kynjanna). Qlöggast
væri aö kalla frjókerfi kirtlana í heild, frjóhiiila aö því leyti sem
frjókerfið er opið og kynkirtla, aö því leyti sem það er lokað.