Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 41
B Ú N A f) A H R 1 T
35
anna á alla lífsstarfsemina, og með tilliti til, og stutt af,
þeirri reynslu, sem fengist hefir um árangur garðyrkju-
manna um ágræðslu skyldra jurta og jurtahluta, til að
framleiða aukna eða nýja uppskeru eða nýjar plöntu-
tegundir1), taldi Dr. Voronoff sennilegt að ná mætti
ýmislegum gagnlegum árangri — öðrum en til yngingar
— með ígræðslu aukafrjókerfis í ung dýr.
Fyrsta og aðalhugsun Dr. Voronoffs var sú, að auka
ullarvöxtinn hjá sauðfé. Það var kunnugt, að magnvökvi
kynkirtlanna hefir meðal annars bein áhrif á ullar- eða
hárvöxtinn. — Því var þessi hugmynd þegar sennileg.
— Þegar hann ákvað tilhögun tilraunanna, hafði hann
þó ýms fleiri atriði í huga.
Til tilraunanna voru valdir hrútar og hafrar. Með því
gat fengist svo víðtæk reynsla, sem unnt var, vegna þess
að þessi karldýr geta átt svo mörg afkvæmi. Ungir
hrútar, ókynþroskaðir, voru valdir til tilraunanna. Var
græddur í þá að eins einn frjókirtill (eista) úr hrút, sem
búinn var að ná kynþroska. Hugsunin með því að græða
frjókirtil úr kynþroska hrút í ókynþroskaðan var sú, að
það myndi flýta vexti og auka þroska. Og þegar eigin
kirtlar næðu svo kynþroska, og kirtilvökvi þeirra bættist
við til áhrifa, þá mætti svo fara, að þroskinn ykist —
yrði meiri en kynið hefði upplag til.
Um þetta voru gerðar nokkrar einstakar tilraunir í
Frakklandi. Þóttu þær gefa þá raun, sem búist var við,
bæði um bráðþroska, aukinn þroska, auknar afurðir og
vænni lömb.
Tilraunirnar sættu — að því er skilja má — nokk-
urri áreitni og spotti í Frakklandi. Meðfram til að forð-
ast það, en jafnframt og einkum iil þess að geta gert
víðtækari tilraunir, fékk Dr. Voronoff leyfi stjórnarinnar
í Algier til að halda tilraununum áfram þar, á 3000
1) Einna þeklilastur og frægaslur á því sviði er ameríski garð-
YrkjumaÖurinn Lulher Burbank, sem nú er nýlega dáinn.