Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 42
B Ú N A t) A R R I T
kinda hjörð, er stjórnin hafði umráð yf*r- — Þetta var
árið 1924.
Tveim árum síðar — 1926 — birti stjórnin í Algier
opinbera skýrslu um árangur tilraunanna. — Og hann
var í stuttu máli þessi:
Tvævetrir hrútar, sem grætt hafði verið í 10 mán-
aða gamla, eitt eista hvern, úr kynþroskuðum hrút,
vógu 68,5 kg. að meðaltali. Jafnaldrar þeirra — óígræddir
— vógu að meðaltali 61,3 kg. Þyngdaraukinn á lifandi
vigt nam þannig á milli níunda og áttunda hluta.
Ullin af tilraunahrútunum vóg að meðaltali 3,76 kg.
á móti 3,1 kg. af hinum. Nemur það á milli sjöttungs
og fimmtungs ullarauka.
Loks voru lömbin undan tilraunahrútunum að miklum
mun vænni en undan hinum hrútunum, 38,2 kg. á móti
30,1 kg., og miklum mun ullaðri, 0,98 kg. á móti 0,68
kg. Nemur það á lifandi þunga á milli fjórðungs og
þriðjungs-auka af þunga stofnkynsins, og á ullinni nær
helmings- en þriðjungs-auka.
Árangur tilraunanna sýnist þannig hafa verið mjög
álitlegur: bráðþroski og auknar afurðir tilraunahrútanna
sjálfra og stórum vænni lömb.
Áhrif ígræðslunnar telur Dr. Voronoff að vari þrjú ár.
Tilraunir hafa verið gerðar með ýms önnur húsdýr
með tilsvarandi árangri.
Sé rétt frá skýrt um árangur þessara tilrauna — sem
engin réttmæt ástæða er til að efa — þá er auðsætt,
hvílíka geysiþýðingu þær geta haft um alla húsdýrarækt.
Um þroskaauka og afurðaauka sauðfjárins er áður
talað. En auk þess mætti lengja nothæfni undaneldis-
dýra — og þá fyrst og fremst kynbótadýra — með því
að yngja upp roskin dýr, sem komin væru á hnignunar-
skeið. Nythæð kúa mætti senndega auka, bæði með
ígræðslu í þær sjálfar og jafnframt með ígræðslu í
undaneldisnautin. Afl, vöxt og þol, og ef til vill fjör,
brúkunarhrossa mætti sennilega auka með ígræðslu háls-