Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 43
B U N A }) A H R I T
37
kirtilsins, magnvökvi hans stjórnar einmitt, eða hefir áhrif
á vöxtinn og þroskann. Um alifuglarækt, geitfjárrækt
og svínarækt væri líku máli að gegna. Og loks — sem
ekki væri minnst um vert — væri hægt að lengja not-
hæfni allra undaneldisdýra og draga þannig úr kostnað-
inum til að viðhalda stofninum, ef ígræðslan reyndist
nægilega auðveld og ódýr í framkvæmd. — En af því
að tilgangur þessarar greinar er einkum sá, að vekja
að eins athygli á þessum merkilegu tilraunum og árangri
þeirra, þá skal ekki frekar rætt um þær líkur um marg-
víslegt gagn, sem hafa mætti af magnkirtla-ígreiðslu,
bæði í því tilliti, sem hér hefir einkum verið rætt um,
og fleirum.
Eftir er að vita hvort hinir áunnu afurðaeiginleikar
erfast frá kyni til kyns, þ. e. verða kynfastir. Það skiptir
að vísu afarmiklu máli; en þótt svo reyndist ekki, þá er
árangurinn samt svo mikill og mikilsverður, að meir en
næg ástæða er til að notfæra sér hann, því frekar sem
kostnaður og fyrirhöfn er tiltölulega ekki mikið. Kirtlana
sjálfa má fá fyrir sama sem ekkert úr slátrunardýrum
og dýrum sem eru vönuð. ígræðslan sjálf má heita að
hvorki sé fyrirhafnarsöm eða mjög vandasöm. Það þarf
ekki einu sinni svæfingu við ígræðsluna, en auðvitað
þarf kunnáttu og handlagni. Vandasamast mun að fá
tilbúið sérstakt æðakerfi, sem flytur hinum ígræddu kirtl-
um næringu — annars vitanlega visna þeir upp og deyja
— og ber magnvökva þeirra um líkamann. En Dr. Vo-
ronoff hefir fundið upp óbrótna og fyrirhafnarlitla að-
ferð til þess, sem ekki skal þó lýst hér.
Sjálfsagt er ígræðslan ekki á færi nema lærðra lækna
og dýralækna, a. m. k. til að byrja með. Munu þeir þó
þurfa að læra hana eða kynnast henni sérstaklega. Um
það geta þeir þó vitanlega bezt sagt sjálfir. — En ekki
er óhugsandi að ólæknislærðir menn gætu Iært hana, —
væri að því verulegur ávinningur. Sennilega er hún ekki
stórum vandasamari en vönun, t. d. hesta, sem ólærðir