Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 51
_______ BÚNAÐARRIT (.">
Gjaldkeri félagsins hefir verið, og er enn, fyrv. alþm.
Guðjón Guðlaugsson R. F., bóndi á Hlíðarenda við
Reykjavík, og endurskoðendur ]akob H. Lfndal, bóndi
á Lækjamóti í Húnavatnssýslu, og ]ón Guðmundsson,
endurskoðandi hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, báðir
endurkosnir til 2ja ára á Búnaðarþingi 1929.
Fastir starfsmenn
félagsins, aðrir en þeir, sem nú voru nefndir, eru allir
þeir, sem taldir eru í síðustu skýrslu, hafa sömu verk-
efni og búa við sömu skilmála og fyrirkomulag sem þá,
að öðru leyti en því, að Ragnar Asgeirsson er nú í
þjónustu félagsins allt árið, enda er honum nú mjög
beitt fyrir á bændanámsskeiðum. — Arni G. Eylands
hefir eins og áður hálf laun hjá félaginu, en hálf hjá
Samb. ísl. samvinnufélaga. Er hann þar deildarstjóri við
verzlun Sambandsins með verkfæri og sáðvörur, svo og
við áburðar-einkasölu ríkisins, sem Sambandið rekur fyrir
rikisstjórnina, og þar hefir hann skrifstofu sína, en félagið
vísar til umsagnar hans öllum erindum, er því berast
um landbúnaðarverkfæri, þar sem leiðbeininga þarf við.
Auk þeirra fastra starfsmanna, sem taldir eru í síð-
ustu skýrslu, má og telja Þóri Guðmundsson, kennara
á Hvanneyri, fastan starfsmann félagsins, þar sem hann
veitir fóðrunartilraunum þeim, er félagið lætur gera,
fasta forstöðu, þótt annað sé hans aðalstarf.
Ritari félagsins er, sem áður, Sveinbjörn Benediktsson.
Aðrir starfsmenn, sem unnið hafa fyrir félagið meira
eða minna að þeim starfsgreinum, sem hér verður getið,
verða nefndir síðar, í sambandi við störfin, sem þeir
hafa unnið.
Búnaðarþing,
hið 16. í röðinni, var háð í Reykjavík 4. febr. til 2. marz
1929. Mættu þar allir kjörnir aðal-fulltrúar. Skýrsla utn