Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 54
48 B Ú N A í) A R R ) T________________
reikningarnir verða að sjálfsögðu lagðir fyrir Búnaðar-
þingið sem í hönd fer, svo að það geti hagað sínum
fjárhagsákvörðunum eftir ástæðum félagsins og tekju-
vonum. Hefir reynzla síðustu áranna sýnt, að í því efni
verður nú að binda gjöldin sem föstustum skorðum, því
að nú eru engar sjóðsleifar til að mæta vandræðum, ef
að ber.
Á áætlunum þeim, er stjórnin hefir sent ríkisstjórninni
fyrir árin 1931 og 1932 hefir hún farið fram á að tekið
væri upp í fjárlagafrumvörp ríkisstjórnarinnar:
Til Ðúnaðarfélags íslands 1931....... kr. 272 þús.
— --- — 1932 ......... — 270 —
Á gildandi fjárlögum er fjárveitingin til félagsins, sem
kunnugt er, kr. 250 þús., eða 22 þús. kr. minni en um
var beðið og stjórn félagsins taldi brýna þörf fyrir, en
ókunnugt er um hver fjárveitingin verður árið 1932, en
eins og fjárhagshorfur eru nú í landinu, má búast við
að ekki fáist það, sem um var beðið.
Seint á árinu 1930 var tekið 15 þús. kr. ræktunar-
sjóðslán í Búnaðarbankanum til 20 ára, vegna hlöðu-
byggingar á Sámsstöðum.
í síðustu skýrslu er bent á nokkrar af ástæðunum
fyrir vaxandi fjárþörfum félagsins, ef það á að geta
haldið í horfinu starfsemi sinni, eins og henni er fyrir
komið, og skal ekki fjölyrt um það hér, aðeins á það
bent, að þessar vaxandi þarfir bera fyrst og fremst vott
um vaxandi áhuga og vaxandi athafnir á sviði landbún-
aðarins í landinu, og eru, svo langt sem þetta nær,
gleðilegar, en þær valda félaginu örðugleikum, ef ekki
er hægt að fullnægja þeim.
Starfsgreinar.
Þær falla flestar undir starfssvið ráðunauta félagsins,
eða standa í meira og minna nánu sambandi við þau,
og verður hér á eftir drepið á hvað eina í starfsemi