Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 55
B U N A Ð A R R T T
49
félagsins, sem ástæða þykir að geta um, þar sem réttast
þykir að heimfæra það undir ákveðnar starfsgreinar.
Verkfæri og verkfæratilraunir. Þess er áður getið,
hvernig samvinnu er háttað um starf verkfæra-ráðunautar
milli Samb. ísl. samvinnufél og Bún.fél. Islands. Nefnd
sú, er getið er um í síðustu skýrslu, að skipuð hafi verið,
til þess að hafa með höndum útvegun á nýjum tegundum
eða gerðum landbúnaðarverkfæra, og gera tilraunir með
þau og eldri verkfæri til samanburðar, þar sem þess er
þörf, er enn starfandi og skipuð sömu mönnum, sem í
fyrstu (sbr' »Búnaðarrit« 1929, bls. 22—23). Eftir til-
lögu þeirrrar nefndar veitti félagið á s.I. ári Snorra bú-
fræðing Arngrímssyni 500 kr. viðurkenningu fyrir herfi,
er hann hefir látið gera fyrir dráttarvél, og gefið hefir
góða raun við Isafjarðardjúp, eftir því sem skýrslur um
það herma.
Arið 1929 Iét og Arni G. Eylands gera plógherfi fyrir
dráttarvél, og greiddi félagið kostnaðinn við smíði þess,
1100 kr. Það herfi er minna reynt en hitt, en ætla má,
eftir þeirri reynzlu, sem fengin er, að það sé of þungt,
en úr því ætti að mega bæta, ef það reynist að öðru
leyti vel.
A s.l. ári gaf félagið út skýrslu um tilraunir nefndar-
innar 1929, með sláttuvélar, og er hún nr. 4 í Skýrslum
Búnaðarfél. Islands. — Aður hafði nefndin gefið skýrslur
í »Búnaðarritinu« 1928 og 1930 um tilraunir sínar með
plóga og herfi, og geta menn í þessum skýrslum séð
niðurstöður tilraunanna.
Flest þau verkfæri, sem bændur kaupa með styrk úr
verkfærakaupasjóði, eru nú keypt hjá Samb. ísl. samv.fél.,
eftir vali Arna G. Eylands, og hann er aðalmaður þess
við áburðar-einkasölu ríkisins. Þótt það starf komi ekki
við starfi verkfæra-ráðunautar, þá skal þess getið hér,
hl fróðleiks, að einkasalan flutti inn:
4