Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 57
13 U N A Ð A R R I T
51
70 stöðum, en ekki hefir þó orðið alstaðar af fram-
kvæmdum. Þessar tilraunir ganga undir nafninu sýnis-
reitir.
S.l. sumar réði stjórnin Steindór Steindórsson, náttúru-
fræðing, til þess að gera gróðurfarsrannsóknir bæði á
sýnisreitum hér í nærliggjandi héruðum og við Eyja-
fjörð, einnig á áveitum austanfjalls og á Hvanneyri, eftir
því sem tök yrðu á. Kostnaður við þær rannsóknir,
1500 kr., verður greiddur að !/3 af fjárveitingunni til
sýnisreita, en að 2/3 af stofnkostnaði Flóaáveitunnar, með
saniþykki stjórnarráðs og áveitustjórnar.
Gvasfrærækt og kornrækt. Grasfræræktarstöðin á Mið-
Sámsstöðum í Fijótshlíð hóf starfsemi sína vorið 1927,
undir forstöðu Klemenz Kr. Kristjánssonar, sem síðan
hefir starfað þar. Fyrsta sumarið var byggð þar hlaða
12 X 7 m, og bættur bærinn, eins og um er getið í
síðustu skýrslu, og s.l. sumar var byggð önnur hlaða
20 X 12 m að grunnmáli. Hlöðurnar eru báðar á
steyptum grunni, veggir járnklæddir, 3,5 m háir, en
eternit báruplötur á þaki, sem er krossreist. I nýju hlöð-
unni er steypt gólf, og loft er í nokkrum hluta þeirra
beggja.
Fram að þessu hefir mestu starfi verið beitt til þess,
að brjóta land til ræktunar og búa það undir grasfræ-
rækt og kornrækt, og hefir kornræktin verið alveg yfir-
gnæfandi, enda er ekki hægt að byrja verulega á gras-
fræræktinni fyr en búið er að hreinsa landið af náttúr-
legum gróðri og undirbúa það vel á annan hátt. Verður
eigi annað sagt en að kornræktin hafi heppnast prýði-
lega, bæði með bygg og hafra, og þær smátilraunir sem
gerðar hafa verið með rúg, gefa líka beztu vonir, um
að hann megi rækta hér til nytja.
Hafa kornræktar-tilraunirnar vakið mikla eftirtekt og
þó nokkrir bændur hafa fengið korn frá Sámsstöðum
«1 ræktunar og lánast vel. Mest kveður að þeirri ræktun