Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 60
BÚNAÐARRIT
54
íslands, og hefir það, samkvæmt tilætlun Búnaðarþings,
tekið að sér þessa leiðbeiningastarfsemi á s.l. ári.
Skýrslur hefir það engar gefið um starfsemina enn, en
það hefir fengið greitt allt það fé, sem heimilt er að
greiða því, á þessum árum, samkvæmt ályktun síðasta
Búnaðarþings, þ. e. 6 þús. kr. Þar af eru 3 þús. kr.
ætlaðar til garðyrkjuleiðbeininga og húsmæðrafræðslu
1930, en hinn helmingurinn er styrkur til þess að koma
Sambandinu á stofn, og er þess vegna alveg óviðkom-
andi garðyrkjunni, þótt getið sé um hann hér.
Þá má geta þess að félagið greiddi á árinu 1929
kr. 134,50 eða Ú3 af kostnaði við garðyrkjuleiðbeiningar,
er Búnaðarsamband Suðurlands gekkst fyrir í Vestur-
Skaftafellssýslu sumarið 1928 og Guðný Björnsdóttir
hafði á hendi. — Enn veitti félagið 100 kr. styrk til
garðyrkjunámsskeiðs er Benedikt Blöndal hafði í Mjóa-
nesi vorið 1929 og 250 kr. greiddar 1930 til garðyrkju-
skóla frú Guðrúnar Björnsdóttur á Knararbergi fyrir
árið 1929.
Loks veitti félagið Ásbirni Bjarnasyni, garðyrkju-
manni á Flateyri, lítilsháttar viðurkenningu fyrir framúr-
skarandi ástundun garðræktar.
Garðyrkju-ráðunauturinn hefir bæði þessi ár tekið
mestan þátt allra starfsmanna félagsins í bændanáms-
skeiðum þeim, er haldin hafa verið.
Búpeningsræktin. Að henni hefir félagið unnið eins og
áður á þeim grundvelli, sem lagður hefir verið á Bún-
aðarþingum um styrkveitingar til árlegrar starfrækslu
kynbótafélaga, til kaupa á kynbótagripum og til girð-
inga, til gripasýninga, sauðfjárkynbótabúa og til eftirlits-
og fóðurbirgðafélaga, svo og með fóðrunartilraunum.
Nánari greinargerð um þessa starfsemi félagsins er að
finna í skýrslum viðkomandi ráðunautar, sem birtar eru
í síðasta árg. »Búnaðarritsins« og hér á eftir, svo að
ekki þarf að fjölyrða mikið um hana hér. Rétt þykir