Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 62
og þess vegna er styrkurinn til búanna það ár 600 kr.
hærri en 1929, en hann er 300 kr. til hvers bús.
Þegar Bjarni Benediktsson á Leifsstöðum dó, snemma
á árinu 1929, tók Helgi Eiríksson, bóndi á Þórustöðum
í Eyjafirði, við því búi, og er því Þórustaða-búið að
stofni til að mestu hið sama sem Leifsstaða-búið.
Tveir menn, þeir Armann Hansson á Myrká í Eyja-
firði og ]ón Björnsson á Heiði í Gönguskörðum, hafa
sótt um styrk til þess að koma upp kynbótabúum og
reka þau, en var báðum synjað, enda vildi síðasta Bún-
aðarþing alveg breyta til um sauðfjárkynbótabúin, og
láta koma upp og styrkja 4 bú í landinu, sitt í hverjum
fjórðungi. Skyldi á hverju búi hafa minnst 100 ær, og
Búnaðarfél. íslands veita allt að 2000 kr. hverju búi
árlega. Auk þess var búist við að félagið veitti hverju
búi um 2000 kr. styrk til stofnkostnaðar. — Búin skyldu
vera einstakra manna eign, en Búnaðarfél. Islands hafa
forkaupsrétt að stofni búsins.
Sauðfjárræktar-ráðunauturinn er þessu fyrirkomulagi
alveg mótfallinn, en hann átti þess ekki kost að taka
þátt í meðferð málsins á Búnaðarþingi, sökum fjarveru
á bændanámsskeiðum. Stjórnin getur eigi heldur fallist á
að rétt sé að stofna til slíkra búa á þann hátt, er Bún-
aðarþing gekk frá málinu. Þess vegna synjaði stjórnin
Hallgrími bónda Þorbergssyni á Halldórsstöðum um
styrk til að koma upp kynbótabúi og reka það á þess-
um grundvelli, en það mun hafa verið ætlun Búnaðar-
þings að hjá honum yrði fyrsta fjórðungs-búið stofnað.
Á það reyndi ekki, hvort hann gæti fullnægt þeim skil-
yrðum, sem Búnaðarþing ætlaðist til að búum þessum
væri sett (sbr. »Búnaðarrit« 1929, bls. 257).
Síðasta Búnaðarþing heimilaði stjórninni, eftir tillög-
um sauðfjárræktar-ráðunautar, að verja allt að 600 kr.
árlega 2 næstu árin, til þess að gera tilraunir með mis-
jafnan burðartíma á ám. Ráðunauturinn samdi við Sverri
bónda Gíslason í Hvammi í Norðurárdal um þessháttar