Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 63
B U N A Ð A R R I T
57
tilraunir á s.l. ári, og hafa honum verið greiddar í því
skyni 250 kr. Um árangurinn verður ekkert sagt að svo
stöddu.
Fyrra árið veitti félagið Hallgrími bónda Þorbergssyni
500 kr. styrk til þess að kynna sér sauðfjárrækt í Noregi,
og fór hann utan í því skyni snemma á árinu.
Girðingasfyrkur til nautgriparæktarfélaga nemur >/4
girðingakostnaðar og styrkurinn til nautakaupa af
kaupverði nautanna. — Upphæð þessara styrkveitinga er
sýnd hér að framan og má af því reikna sér til, hve
miklu nautgriparæktarfélögin hafa kostað til girðinga og
nautakaupa alls á þessum árum. Fyrra árið eru það 8
félög, sem fá styrk til að kaupa 9 naut, og 2 fá girð-
ingarstyrk. Síðara árið fá 20 félög sfyrk til að kaupa
27 naut og 5 félög fá girðingastyrk. — Fyrra árið fá
26 félög styrk til árlegrar starfrækslu fyrir 2058 full-
mjólkandi kýr, en síðara árið eru félögin 47, sem sfyrk-
inn fá, og fyrir 2884 fullmjólkandi kýr. Hefir aldrei fyr
orðið slík viðbót á einu ári, og nú má búast við skýrsl-
um frá nál. 70 félögum á þessu ári. — Skýrslur hafa
verið gefnar út í sérstökum heftum, sín hvort árið, um
nautgriparæktarfélögin árin 1928 og 1929.
í sambandi við nautgriparæktarfélögin má geta þess,
að námsskeið hafa verið haldin bæði árin, fyrri hluta
vetrar, fyrir eftirlitsmenn nautgriparæktarfélaga. Fyrra
árið voru þátttakendur 29, að meðtöldum tveimur þátt-
takendum á dýralækninganámsskeiðinu, og styrkur til
þeirra kr. 2195 00, en síðara árið voru þeir 17, og styrk-
urinn kr. 1565.00. — I sambandi við eftirlitsmanna-
námsskeiðið 1929 var og haldið dýralækninga-námsskeið
um algengustu búfjársjúkdóma og meðferð þeirra. Var
þetta gert fyrir tilmæli Búnaðarsambands Suðurlands.
Þátttakendur voru 5 og veitti Sambandið þeim nokkurn
styrk. — Nautgriparæktar-ráðunauturinn hefir staðið
fyrir námsskeiðum þessum, en auk hans hafa hrossa-
ræktar-ráðunauturinn og Hannes dýralæknir jónsson