Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 64
58
BÚNAÐARUIT
haft kennsluna á hendi. Hefir hrossaræktar-ráðunautur-
inn einkum rætt um eftirlits- og fóðurbirgðafélögin og
kennt skýrsluhald fyrir þau, en dýralæknirinn um bygg-
ingu búfjár og algengustu búfjársjúkdóma. — Auk þess
voru á báðum námsskeiðunum fluttir fáeinir fyrirlestrar
um jarðrækt og húsabyggingar.
Hrossaræktarfélögin fá styrk til að kaupa graðhesta
og koma upp girðingum, eftir sömu hlutföllum og naut-
griparæktarfélögin, og til árlegrar starfrækslu fá þau
kr. 1.50 fyrir hverja hryssu, sem leidd er undir kynbóta-
hesta félaganna. Fyrra árið fengu 7 félög styrk til fola-
kaupa og 7 fengu styrk til girðinga, en síðara árið
voru þau 7 og 5, sem þá styrki fengu. Styrkurinn til
árlegrar starfrækslu samsvaraði fyrra árið 1754 hryss-
um, en hið síðara 1732, og skiptist á 34 og 41 félag.
Félögin eru þó nú 44 og hafa 49 viðurkennda kynbóta-
hesta, þar af 35, sem fengið hafa I. verðl. á sýningum.
Fyrra árið bættust við 6 félög (Blönduhlíðar-félagið,
sem ráðunauturinn telur 1929, komst ekki á fót þá), en
síðara árið 3. — Starfsemi hrossaræktarfélaganna hefir
þó færst út, meira en þessari fjölgun svarar, vegna þess
að félögin 2 á Austurlandi hafa fært út starfsvið sitt
yfir allt Austurland, þ. e. báðar Múlasýslur og Austur-
Skaftafellssýslu, og horfur eru á að þessháttar útfærzla
muni verða víðar á næstu árum. Verður þá að vísu
örðugra að ná til kynbótahestanna, en kostnaður spar-
ast í hestahaldi og meiri vonir að valdir hestar fáist.
Stefnan er nú sú, að hugsa aðeins um eitt kyn, þrótt-
mikla hesta, er jafnframt hafi nægilegt fjör til reiðar,
og sparast við það hestahaldið.
Hrossaræktar-ráðunauturinn hyggur að íslenzkir hestar
mættu verða góðir til »polo«-leika, ef þeir væru til þess
æfðir, en það er knattleikur á hestum, sem Bretar iðka
mikið, og gefa þeir vel fyrir góða polo-hesta. Heimilaði
stjórnin ráðunautinum að kaupa leikföng til polo-leika
á s.l. ári, og leikurinn hefir verið reyndur lítilsháttar í
■