Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 65
BÚNAÐARRIT
59
Hornafirði. En ekkert verður enn um það sagt, hvernig
íslenzku hestarnir muni reynast í leiknum.
Hestamannafélagið »Fákur« í Reykjavík sólti um
500 kr. styrk til að verðlauna kynbótahesta á kapp-
reiðum, er félagið hafði á Þingvölium s.l. sumar, í sam-
bandi við Alþingishátíðina, en var synjað um styrkinn,
enda voru kappreiðarnar á óheppilegum tíma fyrir grað-
hesta.
Eftirlits- og fóðurbirgðafélögin hafa verið styrkt þessi
árin eins og áður. Fyrra árið eru þau 7, sem styrk fá,
en 8 síðara árið, og von er nú á skýrslum frá 10 fé-
lögum fyrir s.l. starfsár þeirra. Er undarlegt hvað sá
þarfi félagsskapur á erfitt uppdráttar, þar sem félögin
eiga þó von á ríflegum styrk frá Búnaðarfél. Islands.
Fóðrunartilraunum með beitarfé og með kýr, sem um
getur í síðustu skýrslu, hefir verið haldið áfram undir
forstöðu Þóris Guðmundssonar, kennara á Hvanneyri.
Hefir félagið gefið út 2 skýrslur, í sérstökum heftum,
um þessar tilraunir, aðra 1930, um beitartilraunir gerðar
1927—’9, hina nú í ársbyrjun, um fóðrunartilraunir með
mjólkurkýr, gerðar 1929 og 1929—’30. Með beitar-
tilraununum er rannsakað fóðurgildi síldarmjöls með
beit og léttu útheyi, en með hinum síðarnefndu er gerður
samanburður á olíukökum og síldarmjöli í fóðri mjólkur-
kúa. — Um niðurstöður tilraunanna vísast til skýrsl-
anna sjálfra, og er vert fyrir bændur að kynna sér þær
og notfæra. — Kostnaður við tilraunir þessar, annar en
prentunarkostnaður, hefir orðið um 3000 kr. hvort árið.
Um rannsóknir á búfjársjúkdómum, á þessum árum,
vísast til skýrslu sauðfjárræktar ráðunautar. Þó skal þess
getið, að félagið hefir varið um 200 kr. fyrra árið til
rannsóknar á sjúkdómum í sauðfé, m. a. á kindum er
átti Sigurgísli Guðnason, verzlunarmaður í Reykjavík.
En Hannes Jónsson, dýralæknir, sem hafði þessar rann-
sóknir með höndum, hefir ekki gefið félaginu neina
skýrslu um árangurinn.