Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 66
BÚNAÐARRIT
60
I þessu sambandi er rétt að leiðrétta villu, sem er í
síðustu skýrslu á bls. 34 í 43. árg. »Búnaðarritsins«,
þar sem stendur í 4. 1. a. n.: »þaer 400 kr.«, en á að
vera: »þaer 4000 kr.«, í sambandi við rannsóknir
Dr. Lotz. Hann hefir verið hér á landi lengstaf þessi
2 ár, í nágrenni við Akureyri, og haldið áfram rann-
sóknum sínum á Hvanneyrar-veikinni, telur hann sig nú
hafa fundið orsakir hennar og ráð til að lækna hana.
Hefir hann afhent atvinnumálaráðuneytinu og Bún.fél.
Islands skýrslu um þessar rannsóknir sinar, og farið
fram á styrk eða viðurkenningu fyrir þær, en ekki hefir
þótt ástæða til að verða við þeim tilmælum hans að svo
stöddu. Hann fór af landi burt s.l. haust.
Efnararmsóknir. Guðmundur Jónsson, kennari á Hvann-
eyri, lauk við það verk um árslok 1929 að draga saman
og gera skrá yfir efnarannsóknir þær, er gerðar hafa
verið á íslenzkum efnum er sérstaka þýðingu hafa fyrir
landbúnaðinn. Vfirlit yfir þessar rannsóknir hetir félagið
gefið út í sérstöku hefti og er þar allt tekið með til
ársloka 1929. Fyrra árið hefir kostnaður félagsins, vegna
efnarannsókna, orðið um kr. 4400.00, en síðara árið
rösklega 3000 kr., og er þá útgáfukostnaður skýrslunnar
ekki talinn.
Bókaútgáfa félagsins hefir aukist mjög á þessum ár-
um, og er hún nú í þrem aðalflokkum, þ. e.:
1. Búnaðarrit (og sérprentanir úr því).
2. Búfræðirit.
3. Skýrslur Búnaðarfélags Islands.
Um »Búnaðarritið« þarf ekki að fjölyrða, það er gefið
út í sama formi og áður og sent félagsmönnum ókeypis.
Búfræðiritin eru sjálfstæðar bækur, um ýmsar greinar
búfræðinnar, ætluð bændaskólunum sem kennslubækur,