Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 72
BÚNAÐARRIT
Cfi
Undanfarandi ár hefir félagið veitf styrk fil síldar-
matreiðslu-námsskeiðs í Reykjavík og var það enn gert
1929.
Aveitufélögin »Freyr« í Skagafirði og »Aveitufélag
Þingbúa« í Húnavatnssýslu hafa fengið styrk þessi árin,
eftir sömu reglu og áður hefir fylgt verið, þ. e. !/4
kostnaðar við áveituframkvæmdir félaganna. — Auk
sfyrksins til þeirra eru í upphæðunum taldar 3 aðrar
styrkveitingar til jarðræktarframkvæmda.
Þrír af starfsmönnum félagsins — búnaðarmálastjór-
arnir og Þórir Guðmundsson fengu styrk til utanfarar
1929, auk þess er hér talinn 500 kr. styrkur til Hall-
grfms Þorbergssonar, sem áður er nefndur, og styrkur
til ungfrú Guðrúnar Björnsdóttur frá Grafarholti (kr. 609,
50), veiftur henni fil þess að kynna sér ungmennaklúbb-
ana (»Boys and Girls Clubs«) á Norðurlöndum, einkan-
lega í Danmörku. Til þessara styrkveitinga var varið
2000 krónum af tekjum Liebessjóðs, sem ekkert höfðu
verið snertar undanfarandi ár.
Styrkur til blaðsins Freyr er veittur eftir fyrirlagi
Búnaðarþings 1929.
Upphæðirnar, sem tilfærðar eru undir hina ýmsu liði
hér að framan, eru ekki alstaðar alveg nákvæmar, enda
reikningar ekki fullgerðir fyrir síðara árið, en þó svo
nærri því virkilega, að þær gefa rétta hugmynd um
fjárveitingar félagsins og tilkostnað, viðkomandi þeim
afriðum, sem um er að ræða.
Fyrir síðasta Búnaðarþingi lágu erindi um byggingar
úr samanþjöppuðum jarðvegi (»moldsteypu«), sem reynd-
ar hafa verið m. a. á Norðurlöndum á síðustu árum og
hafa eignast þar og víðar eindregna formælendur. Eftir
þeim upplýsingum, sem fyrir lágu (sbr. Ðúnaðarrit 1929,
bls. 202), þótti líklegt, að hér væri um byggingaraðferð
að ræða, sem verða mætti að miklu gagni hér á landi,
svo að Búnaðarþingið lagði fyrir stjórnina að fá hingað
mann, er kunnugur væri þessari byggingaraðferð, til þess