Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 73
BÚNAÐA R R I 'J'
67
að gera hér tilraunir með hana, stofna síðan til minnst
4 námskeiða, ef álitlegt þætti: og styrkja efnilegan mann
til utanfarar, til þess að kynna sér rækilega moldsteypu-
byggingar í Noregi og Svíþjóð. Ætlaðist þingið til að
komast mætti af með 2000 -f- 500 kr. til alls þessa, en
fól þó stjórninni að afla fjár annarsstaðar frá eftir þörfum.
Samkvæmt þessu fékk stjórnin hingað norskan mann,
Arnt Lieng kennara frá Nesi við Mjörs, sem hefir á
hendi leiðbeiningar í Noregi um þessháttar byggingar
og boðizt hafði til að vinna hér kauplaust. Kom hann
hingað í júlí 1929, ásamt konu sinni og tveimur sonum
þeirra vöxnum, og var ákveðið að gera fyrstu tilraun-
ina á tilraunastöð félagsins á Sámsstöðum, með því að
byggja þar lítið hús, er hafa mætti fyrir hesthús eða af-
urðageymslu. Um þá byggingu vísast til skýrslu KI. Kr.
Kristjánssonar forstöðumanns á Sámsstöðum á bls. 160—
161 í 44, árg. Búnaðarritsins.
Annað hús byggði Lieng hjá Ræktunarfélagi Norður-
lands. Þar var efni betra og mun það hús — er nota
mætti sem hesthús eða fjós — hafa reynst sæmilega,
enda hittist þar betur á með veðráttu, og Lieng á-
lítur að hér megi allvíða finna gott byggingarefni. En
til þess, að »steypan« verði góð, má hún ekki verða
fyrir mikilli rigningu óhörðnuð, en það varð hún hér,
einkanlega á Sámsstöðum. Áreiðanlegt er að miklu meiri
vinna fer í »steypuna« en við steinsteypu, og mikla
vandvirkni þarf til þess að »steypan« verði þétt og góð,
og efnið vel valið. Eftir þeirri reynslu, sem félagið hefir
þegar fengið, um þessa byggingaraðferð, getur það
ekki inælt með henni, en þar með er ekki sagt, að ekki
kynni að vera ástæða til að rannsaka þetta mál betur
en gert hefir verið, og þeir, sem vildu komast eftir
hvort þeir hafa nothæft efni til »moldsteypu«, gætu gert
það með því að »steypa« moldar- eða jarðkekki í litlum
mótum, tilsvarandi steinsteypusteina mótum.
Á ferðum mínum um Noreg 1929 sá ég moldsteypu-