Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 78
72
BÚNAÐARRIT
bændurnir eru ekki enn komnir upp á lag með að nota
sér hann til fulls. Bæði er enn órannsakað hvenær er
bezt að láta ærnar bera, sem undan á að drepa að
sumrinu, og svo vantar mikið á að markaðsþörfinni sé
fullnægt með skipulagðri slátrun að sumrinu. Hvort-
tveggja þarf að breytast. I ár var byrjað á lilraunum,
sem eiga að leiða í ljós hver sé heppilegasti burðar-
tíminn fyrir sumarmarkaðinn. Og bændur þeir, sem
hafa aðstöðu til að nota sumarmarkaðinn, þurfa að
skipuleggja sumarslátrunina, svo að alltaf sé nóg kjöt á
markaðinum, og verðið eðlilegt, í hlutfalli við þunga
lambanna á hverjum tíma, miðað við haustþungann og
haustverðið.
Hrútasýningar voru haldnar að vorinu í V.-Skaftafells-
sýslu, Árnes- og Rangárvallasýslu, og að haustinu r
S.-Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og Skagafjarðarsýslu.
Þessir hreppar óskuðu ekki sýninga: l/estur-EyjafjalIa-,
Austur-Landeyja- og Vestur-Landeyja- í Rangáxvallasýslu,
Eyrarbakka- og Selvogs- í Árnessýslu, Tjörnes- og liúsa-
víkur í Suður-Þingeyjarsýslu, Akureyrarbær, Sig/ufjarðar-
bær og Olafsfjörður í Eyjafjarðarsýslu og Sauðárkróks-
hreppur í Skagafjarðarsýslu. — I Holtahreppi í Rangár-
vallasýslu fórst sýning fyrir, vegna stórhríðar sýningar-
daginn. í hinum hreppunum öllum voru sýningar.
Vfirleitt voru sýningar vel sóttar, og sumsstaðar ágæt-
lega, eins og í Mývatnssveit, Rípurhreppi og víðar.
Af skýrslum þeim, er hér fara á eftir sézt hvernig
hrútarnir í hverjum hreppi hafa reynzt, bæði að þunga
og málum. Sá, sem talinn er beztur, er það að
öllu samanlögðu, en þar með er ekki gefið að hann
sé það í einstökum atriðum. Tölurnar verða því hvorki
hámarkstölur fyrir það mesta, né lágmarkstölur fyrir
það versta.
Meðaltölin í hreppunum eru reiknuð með einum desi-
mal og af öllum mættum hrútum.
Fyrstu verðlauna hrútar voru þessir: