Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 99
BÚNABARRIT
93
22. Hnúfur á Hólmavaði, ættaður frá Fagranesi.
23. Spakur á Öxará, ættaður frá Þverá í Laxárdal.
24. Laukur á Finnastöðum, þar alinn.
25. Fífill á Krossi, ættaður frá Breiðumýri,
26. Spakur á Landamóti, undan Prúð á Halldórsstöðum.
27. Stúfur á Halldórsstöðum, undan Prúð þar.
28. Smári í Fjósatungu, ættaður frá Stóruvölluni.
29. Dofri í Fjósatungu, keyptur frá Veturliðastöðum.
30. Spegill í Brúnagerði, þar alinn.
31. Spakur á Hróarsstöðum, keyptur frá Veturliðastöðum.
32. Gulur í Veisuseli, þar alinn.
33. Mósi f Veisu, ættaður frá Þverá (fé Björns sál.).
34. Búi á Finnastöðum, ættaður frá Hvammi.
35. Blettur á Lómatjörn, þar alinn.
36. Fífill á Hóli, þar alinn.
Margir góðir hrútar voru út af Prúð frá Sigurðar-
stöðum. Hlýtur hann að hafa verið ágætis gripur. Þá eru
margir góðir hrútar frá Helluvaði í Mývatnssveit, og lítur
út fyrir, að það sé sem stendur aðal-hrútauppeidisstöðin
í Þingeyjarsýslu.
Þingeysku hrútarnir hafa áberandi kosti fram yfir fé
víðast hvar annarsstaðar í landinu. Höfuðkostirnir eru
rétt lengdarhlutföll og góðar og ágætar malir. Margir
þeirra eru líka stærri og meiri kindur en annarsstaðar
sjást. En samhliða þessum höfuðkostum hafa þeir margir
ókosti. Ókostirnir, sem sjást á mörgum þingeyskum hrút-
um eru baggakviður og laus hold, eða allt að því hvapa-
hold. Þessir ókostir eru slæmir. Sá fyrri gerir fallþung-
an of lítinn, miðað við lifandi þungann, og kindina því
of fóðurfreka, miðað við fallþungann á blóðvelli. Sá síð-
ari gerir kindina lingerða og kvillasama. Henni verður
meira um allt erfiði en öðru fé, verður að rekast hægar
o. s. frv. og missir holdin af þessari ástæðu, fyr en annað
fé, sem er fastholda með næga stælingu í vöðvum sínum.
Það er af þessu, sem margur maðurinn hefir þá reynslu