Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 100
94
BÚNAÐARRIT
á þineysku hrútunum, sem hann hefir fengið, að féð
undan þeim verði óþolið og kvillahætt. Þetta er eðlilegt.
Þingeyskir hrútar almennt, verða ekki notaðir til kynbóta
utan Þingeyjarsýslu. Til þess vantar þá flesta þol og
gott kviðlag. En svo að segja um allt land verða þeir
notaðir lil þess að fá undan þeim væn sláturlömb. Það
er engutn efa undirorpið, að með því að fá sér betri
sortina af þingeysku hrútununr og nota þá handa ám,
eins og þær eru upp og ofan um landið, þá má fá tölu-
vert vænni lömb til frálags. Þetta hafa einstöku menn
notað sér, en langsamlegaflestum þótt þau of væn til að
lóga þeim, og því látið þau lifa. Sem ungir hafa þessir
þingeysku einblendingar litið sæmilega út, og oft orðið
með fallegri ánum, eða fallegastar, en þegar Iömbin
undan þeim hafa verið alin, þá hefir allt gengið í sig
aftur. Að vísu má nú útskýra því þetta fór svona, og
benda á, að þetta þarf ekki svo að gar.ga, en til þess
að ekki verði svo, þarf meiri fjármennsku og meiri skiln-
ing á erfðalögmáium en bændur hafa enn til að bera.
V. í Eyjafjarðarsýslu.
1. Skúti á Stórhamri, ættaður frá Skútustöðum.
2. Kolur frá Kambi, ættaður frá Þórustöðum,
3. Hörður á Þverá, þar alinn.
4. Oðinn á Möðruvöllum fram, þar alinn.
5. Þóroddur á Hrafnagili, ættaður frá Þóroddsstað í
Kinn.
6. Baldur á Hranastöðum, þar alinn.
7. Brunni í Hvammi, ættaður úr Mývatnssveit.
8. Axi á Grund og
9. Þór á Grund, báðir keyptir úr Norður-Þingeyjarsýslu.
10. Vöggur í Stóra-Dunhaga, þar alinn.
11. Birningur í Flögu, keyptur frá Veturliðastöðum.
12. Lassi á Þúfnavöllum, þar alinn.
13. Bárður á Bakka, keyptur frá Bjarnastöðum í Bárð-
ardal.