Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 101
B Ú N A Ð A R R I T
95
14. Spakur í Bragholti, þar alinn.
15. Vmir á Möðruvöllum, þar alinn.
16. Hrísi á Hellu, keyptur frá Hrísum.
17. Prúður á Urðum, keyptur frá Jarðbrú.
18. Haukur á Tjörn, þar alinn.
VI. í Skagafjarðarsýslu.
1. Hrani í Tungu í Fljótum, þar alinn.
2. Lykill á Okrum, keyptur frá Lundabrekku.
3. Valinn á Hofi, keyptur frá Gottorp,
4. Jökull á Hólum, Keyptur frá Reykjum.
5. Stórólfur í Eyhildarholti, heima alinn.
6. Spakur á Ríp, heima alinn.
7. Goði í Djúpadal, ættaður frá Merkigili.
8. Holti í Tunguhálsi, keyptur frá Eyhildarholti.
9. Spakur í Geldingarholti, heima alinn.
10. Spakur í Vík, keyptur frá Kjartansstöðum.
11. Dvergur á Kjartansstöðum, heima alinn.
12. Spakur á Kjartansstöðum, heima alinn.
13. Kjartan á Kimbaslöðum, keyptur frá Kjarfansstöðum.
Kjartansstaðahrútarnir eru mjög góðar kindur. Þeir eru
sagðir komnir út af hrút, er fluttist að Kjartansstöðum
frá Sveinsstöðum í Þingi og taldir samætta og Gottorp-
hrútar. Þetta getur líka vel verið, því að ekki eru þeir
ósvipaðir Gottorpunum, en vissa er ekki fyrir þesau.
Frá einu og sama heimili voru hrútar frá Eyhildar-
holti nrest dreifðir um héraðið. Eru það yfirleitt fremur
góðar kindur.
Á skýrslu (bls. 90 og 91) sést samanburður á meðalhrút í
hverri sýslu, sem ég hefi verið í á hrútasýningu. Munur-
inn er greinilegur í byggingu fjárins. Misþreknir eru þeir,
mis háir, mis skrokkdjúpir, og í misjöfnum lengdarhlut-
föllum. Er nú gaman að sjá, hvernig þetta breytist þar
til næst verður sýning í sýslum þessum. Til samanburðar
þyrfti líka að liggja fyrir upplýsingar um vænleik fjárin^