Búnaðarrit - 01.01.1931, Síða 102
9(5
BÚNAÐARRIT
í hinum ýmsu sýslum, en því miður er hann ekki til
sambærilegur nú sem stendur. En vonandi fæst hann síðar.
Skýrsla um sauðfjárræktarbúin 1929—1930.
:0 í Ærþungi Lambaþungi Fóöureyösla
Haust U O > Léttust </> 05 C > JX "ra 50 <D s '<0 ú Cu Þyngs 'O .51 U1 t á á . 'ö íj ra *o re H Úthey
Hrafnkellsst. 23 65,5 63,8 59,0 72,0 44,3 63,3 60,0 92,0 70,0 70,o
Þórustaöir . 40 61,2 63,1 51.0 80,0 38,2 57,7 54,0 88,0 )) 243,0
Ólafsdal. . . 30 61,5 58,3 54,0 73,0 38.9 44,5 49,0 68,0 70,0 60,o
Rangá .... 28 57,8 49,0 54,0 64,5 40,4 42,0 47,0 68,0 55,0 79,0
Höfðabrekka 30 45,4 45,8 40,0 50,0 30,0 32,0 46,0 52,0 )) 94,0
Sömu Sauðfjárræktarbú störfuðu í ár og undanfarið
ár. Skýrslan hér birtir útdrátt úr skýrslum þeirra. I fyrsta
dálki er tala búsanna, Næstu 4 dálkarnir sýna ærþungann.
Fyrst er haustþunginn 1929, þá vorþunginn 1930. Af
samanburði á þeim tölum sést, hvernig ærnar hafa verið
fóðraðar. Þá er dálkur er sýnir þunga léftustu ærinnar
og svo þeirrar þyngstu. Þá eru 4 dálkar fyrir lamba-
þungann. Fyrst er þyngd á meðallambinu, en þar næst
á meðallambaþunga undan á. Er hann að sjálfsögðu því
meiri sem fleiri eru ivílembdar. Þá sést þyngsti einlemb-
ingurinn á hverju búi, og þyngstu tvílembingar undan
sömu á. Aftast eiu svo dálkar, er sýna fóðureyðsluna.
Af þessu fá menn nokkra hugmynd um meðalána og
arðsemi hennar, og geta borið það saman við sínar ær
og arðsemi þeirra.
Ný sauðfjárræktarbú hafa engin verið stofnuð á árinu,
og veldur því samþykkt síðasta Búnaðarþings, en ekki
það, að menn hafi ekki viljað stofna og starfrækja ný bú.
A árinu hefi ég reynt að viða að mér einu og öðru,
er við kemur fjárræktinni, og hafa margir stutt mig að