Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 103
B Ú N A Ð A R R I T
97
því starfi. Vcna ég að þeir síðar fái að sja, að þeim
gögnum, er þeir hafa hjálpað mér um, hafi verið haldið
til haga, og er ég þeim þakklátur fyrir hjálpina.
Á árinu var byrjað að gera tilraunir með misjafnan
burðartíma á ám, en um árangur af þeim verður ekkert
birt að svo stöddu.
II. Nautgriparæktin 1930.
Árið 1930 var betra fyrir nautpeningsræktina en sauð-
fjárræktina. Afurðir nautgripanna héldust nokkuð í verði,
en urðu ekki fyrir sama verðfallinu og afurðir sauð-
fjársins. Þetta gerði afkomu kúabúanna betri en afkomu
fjárbúanna.
Taðan frá sumrinu 1929 var óvenju góð, og kýr
mjólkuðu vel frá nýjári til vors. Gróður kom semma, og
þó gróðrinum færi seint fram sunnanlands, þá mjólkuðu
kýr ekki illa framanaf sumri. En þegar leið á sumarið,
og tíð fór að spillast, þá bar víða á því að kýr vildu
geldast. Snemma lagðist að vetur, og komu kýr snemma
inn. Margir gefa nú mikið af höfrum með haustbeitinni.
Það er vafalaust betra en að gefa ekkert með henni,
en vafalaust má hafa haustbeitarinnar betri not með því,
að gefa fóðurbætir með henni. Fylli kýrin sig á höfrum
inni, hefir hún ekki rúm fyrir beitina úti, og fullnotar
hana því ekki. En sé kýrin lystug vel, getur svo farið
að hún yfiréti sig af höfrunum, með beitinni, og veikist
af. Með beit ættu menn því frekar að gefa fóðurbætir
en hafra.
Taðan frá sumrinu í sumar náðist yfirleitt óhrakin, en
töluvert er hún léttari en taðan frá 1929.
Menn hér kringum Reykjavík voru eggjaðir mjög á, að
ala kálfa til slátrunar um Alþingishátíðina. Var mjög
nrikið alið af kálfum, og miklu meira en dæmi eru til
áður. Það var þá líka fullmikið, því svo fór, að þegar leið
fram á vorið, barst svo mikið af nautaketi, að það varð
7