Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 106
100
B Ú N A Ð A R R I T
lítt seljanlegt. Þetta stafaði bæði af því, að menn höfðu
látið fleiri kálfa lifa en forgöngumennirnir höfðu gert
sér vonir um, og því, að með Súðinni barst frosið
nautaket að, hvaðanæfa utan af landi. Þetta dæmi, og
mörg fleiri, ættu að vera búin að færa þeim, sem næst
búa Reykjavíkurmarkaði, heim sanninn um það, að hann
er að verða allra, og einmitt af því er bændum landsins
nauðsyn að skipuleggja félagsskap um söluna í Reykja-
vík, mikið betur en þeir hafa gert. Þetta gildir jafnt
nautgripaafurðir og sauðfjárafurðir. Eg vildi biðja bændur
að athuga þetta. Athuga hvort þeir þurfi ekki að þjappa
sér saman, efla sinn félagsskap, til þess að geta notað
sér innanlands markaðinn sem bezt.
Nautgripasýningar bar að halda í V.-Skaftafellssýslu,
Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Gullbringu- og Hjósar-
sýslu. Þetta ár var fyrsta ár annarar umferðar með
nautgripasýningar. Ekki óskuðu allir hreppar á svæðinu
eftir sýningum. Þetta var misjafnt í sýslunum. I Vestur-
Skaftafellssýslu vildu 2 hreppar af 7 ekki sýningu. I
Rangárvallasýslu vildu 8 hreppar sýningu, en 2 ekki. I
Árnessýslu vildu 3 hreppar ekki sýningu, en 13 vildu
hana og fengu. í Gullbringusýslu vildi enginn hreppur
sýningu, en 2 í Kjósarsýslu. Þáttakan í sýningunum
kringum Reykjavík varð því ekki mikill, og ber ekki
vott um mikinn áhuga fyrir nautpeningsrækt. Annars
sézt sóknin að sýningunum nokkuð af skýrslunni um þær
(sjá bls. 98 og 99).
Er.gin naut fengu fyrstu verðlaun, en önnur verðlaun
fengu þessi:
1. Brandur í Dyrhólahreppsfélaginu. Foreldrar: Kollur
og Hrefna á Skeiðfleti.
2. Fjalldal í Þykkvabæjarfélagi, frá Fjalli á Skeiðum.
Foreldrar: Flóra og Brandur.
3. Börkur á Barkarstöðum. Foreldrar: Búbót og Rauður.
4. Kastor í Gnúpverjahreppsfélaginu. Foreldrar: Hjörtur
og Dimma á Hamarsheiði.